Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 27
GÁTAN MIKLA 121 eins og í sambandi við skeifuseglana, sem veittu hvor öðrum mótstöðu, án þess að hafa snert hvor annan. Hér er að sjálfsögðu komið að afar merkilegu fyrirbæri sem hugsanlegri skýringu á því að efnið er áþreifanlegt, og þar með til sem efni eins og það birtist oss sem undirstaða þess veruleika er vér lifum i. Og ef vér nú horfum nánar til þess, hvernig á þvi getur staðið að efnið er sjáanlegt og ekki hreinlega ósýnilegt, þá koma fram hliðstæður við það, sem áður er sagt með mjög merkilegu móti. Skal nú nánar að því vikið. Vitað er að til eru tegundir orku, sem ekki verða með augum greindar, þ. e. sem ekki eru sjáanlegar efnislegri sjón mannsins. Nægir hér að nefna til dæmis útvarpsbylgjur, sem hafa lengri öldulengd en hið sýnilega ljós, og hinsvegar styttri bylgjur, svo sem X-geisla, röntgengeisla, gammageisla og aðrar tegundir orkumikilla geisla eins og geimgeisla. Allar þessar geislategundir og aðrar ámóta verða aðeins greindar með mælitækjum, og tók það að sjálfsögðu mannkynið langan tima eins og vitað er, að uppgötva þessar tegundir orku. Þá er einnig þekkt annarsvegar innrautt ljós og hinsvegar út- I jólublátt ljós, sem hvort tveggja er utan hins sýnilega skyn- sviðs mannsins, en hefur þó verkanir, sem menn hafa lengi þekkt af sólarljósinu, því annarsvegar verður hörund manna brúnt af verkun útfjólublás ljóss og þeir virðast vera allri lif- rænni starfsemi mjög nauðsynlegir. Hinsvegar er innrauða 'jósið, sem er hitinn í sólarljósinu, og sem er grundvöllur alls Hfs í náttúrunni vegna verkana sinna, eins og allir vita. Þegar nú horft er á það hvernig þessi orka birtist, þá sést eð sumt af þessari orku virðist fara i gegnum efnið næsta fyrirstöðulítið, þótt með mismunandi hætti sé, en aðrar teg- undir virðast stöðvast við það. Innrautt ljós og útfjólublátt ljós virðast þannig, þótt ósýnilegt sé, ekki fara að öllu leyti i gegnum efnið, heldur verka á það með sérstökum hætti. IJt- varpsbylgjur af ýmsum tegundum virðast hinsvegar fara í gegnum efnið að mestu, en þó með mismunandi móti. Hinir styttri orkumeiri geislar, eins og gammageislar, röntgen-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.