Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 27

Morgunn - 01.12.1978, Side 27
GÁTAN MIKLA 121 eins og í sambandi við skeifuseglana, sem veittu hvor öðrum mótstöðu, án þess að hafa snert hvor annan. Hér er að sjálfsögðu komið að afar merkilegu fyrirbæri sem hugsanlegri skýringu á því að efnið er áþreifanlegt, og þar með til sem efni eins og það birtist oss sem undirstaða þess veruleika er vér lifum i. Og ef vér nú horfum nánar til þess, hvernig á þvi getur staðið að efnið er sjáanlegt og ekki hreinlega ósýnilegt, þá koma fram hliðstæður við það, sem áður er sagt með mjög merkilegu móti. Skal nú nánar að því vikið. Vitað er að til eru tegundir orku, sem ekki verða með augum greindar, þ. e. sem ekki eru sjáanlegar efnislegri sjón mannsins. Nægir hér að nefna til dæmis útvarpsbylgjur, sem hafa lengri öldulengd en hið sýnilega ljós, og hinsvegar styttri bylgjur, svo sem X-geisla, röntgengeisla, gammageisla og aðrar tegundir orkumikilla geisla eins og geimgeisla. Allar þessar geislategundir og aðrar ámóta verða aðeins greindar með mælitækjum, og tók það að sjálfsögðu mannkynið langan tima eins og vitað er, að uppgötva þessar tegundir orku. Þá er einnig þekkt annarsvegar innrautt ljós og hinsvegar út- I jólublátt ljós, sem hvort tveggja er utan hins sýnilega skyn- sviðs mannsins, en hefur þó verkanir, sem menn hafa lengi þekkt af sólarljósinu, því annarsvegar verður hörund manna brúnt af verkun útfjólublás ljóss og þeir virðast vera allri lif- rænni starfsemi mjög nauðsynlegir. Hinsvegar er innrauða 'jósið, sem er hitinn í sólarljósinu, og sem er grundvöllur alls Hfs í náttúrunni vegna verkana sinna, eins og allir vita. Þegar nú horft er á það hvernig þessi orka birtist, þá sést eð sumt af þessari orku virðist fara i gegnum efnið næsta fyrirstöðulítið, þótt með mismunandi hætti sé, en aðrar teg- undir virðast stöðvast við það. Innrautt ljós og útfjólublátt ljós virðast þannig, þótt ósýnilegt sé, ekki fara að öllu leyti i gegnum efnið, heldur verka á það með sérstökum hætti. IJt- varpsbylgjur af ýmsum tegundum virðast hinsvegar fara í gegnum efnið að mestu, en þó með mismunandi móti. Hinir styttri orkumeiri geislar, eins og gammageislar, röntgen-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.