Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 21
SVEINN ÓLAFSSON fltr.:
GÁTAN MIKLA:
UM SJÁANLEIKA OG
ÁÞREIFANLEIKA EFNISINS
Eins og kunnugt er af afstæðiskenningu Alberts Einsteins
er efnið í eðli sínu orka í ákveðinni bundinni mynd. Sam-
kvæmt þessu má í sjálfu sér segja, annaðhvort, að efnið sé
ekki til, eða, að það sé samþjöppuð orka, sem hægt sé að leysa
UPP °g breyta úr hverskyns föstu formi í t. d. lofttegundir,
samanber kjarnorkusprengjan, sem í eðli sínu er einmitt slíkt
fyrirbæri.
Ef þessu nú er svo varið, hvað er þá það, sem gerir það að
verkum að það sem vér köllum efni og skynjum sem slíkt og
þá um leið efnisheimur vor og allt hið efnislega sköpunar-
verk er þannig til, sjáanlegt og áþreifanlegt, þegar það eðli
sínu samkvæmt, á þessum grundvélli, ætti ekki að vera það,
verandi einungis orka í einhverjum sérstökum búningi?
Hér á eftir mun verða leitast við að setja fram hugmynd
um þetta, sem um leið er eins konar tilgátuskýring um þessi
merkilegu grundvallarfyrirbæri tilveru vorrar allrar. Er þessi
hugmynd eftirfarandi:
Svo sem þekkt er og vitað á vísindaöld, höfum vér menn
fyrir augum vorum hinn mikla stjörnugeim og rúmið í næst-
um eða e. t. v. óendanlegri dýpt. 1 honum eru þekkt fyrirbæri
eins og stjörnuþokur. Margar þeirra, sem vísindin vita að
samanstanda af milljónum og aftur milljónum einstakra
stjarna, eru þannig að þær eru sumar á hreyfingu í rúminu