Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 71
BÆKUR
165
1972. Flugvélin var í eign bandaríska flugfélagsins Eastern
Airlines og með benni fórst 101 maður, en 75 komust lífs af.
Flugvélin sem fórst var Tristanþotan L-1011, og var hún
tekin í notkun i ágúst 1972. Þegar hún fórst hafði hún flogið
yfir þúsund flugtíma og átti að baki yfir fimm hundruð lend-
ingar. Þetta var tæknilega mjög fullkomin flugvél og þægi-
leg fyrir ferðafólk.
Þegar flugvélin nálgaðist Miamiflugvöllinn uppgötvaði
flugmaðurinn, Loft, að ljósið sem átti að loga, þegar nefhjól
flugvélarinnar var niðri, logaði ekki. Hér gat verið um tvennt
að ræða. Annaðhvort var peran sprungin eða hjólið var ekki
komið niður. Flugmennirnir voru vissir um að það væri per-
an sem hefði sprungið, en til öryggis var flugturninn á Miami
látinn vita uin bilunina og fékk flugvélin þá fyrirskipun um
að fljúga í 2000 feta hæð í hring yfir Miami meðan bilunin
væri athuguð. En á þessu hringflugi hrapaði flugvélin niður
á svæði sem nefnist Everglades.
Bob Loft lést um klukkustund eftir að flugvélin hrapaði,
Stockstill félagi hans lést samstundis, en félagi þeirra, Don
Repo, hlaut höfuðáverka og lést svo í sjúkrahúsi í Miami
sólarhing eftir slysið. Þama fórst 101 maður en 75 lifðu það af.
Skömmu eftir flugslysið var flugvél af sömu gerð og sú
sem fórst, á flugi á sömu flugleið og flugvélin hafði verið
þegar hún hrapaði. Ein flugfreyjan, Ginny að nafni, var að
smna störfum sínum i eldhúskróknum og var að undirbúa
matarbakkana fyrir farþegana. Þá tók hún eftir daufri reyk-
myndun á glerrúðu í hurð, sem þar var. Reykskýið var á
stærð við greipaldin og varð smátt og smátt stærra. Svo tók
myndin að hreyfa sig, líkt og hún væri lifandi! Hún hugs-
aði með sér, að ef hún reyndi að horfa ekki á það myndi
þessi sýn hverfa. Eftir stutta stund gat hún þó ekki stillt sig
um að líta við, og þá sá hún sér til skelfingar að reykskýið
var orðið að mannsandliti og leit út fyrir að vera gráhærður
uiaður með spangargleraugu. Ginny varð svo skelkuð að hún
þaut fram.
Um það bil mánuði síðar varð önnur flugfreyja í flugvél