Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 34
128
MORGUNN
þeim lexíum, sem þær höfðu ekki fullkomnast í — eða til þess
að koma þeim til hjálpar, sem berjast í ófullkomleika, mót-
læti og örðugleikum, sökum þekkingarskorts og þroskaleysis.
— Þessi fyrirbæri gætu sérhvert verið til; og auk þess er það
með fullri vissu vitað að sjálfur Drottinn, Guð vor, hefur stig-
ið niður til þessarar jarðar, sumir telja einu sinni, en aðrir
margoft, einu sinni í Jesús Kristi, Guði í mannsmynd, eða
einnig í hinum miklu trúarleiðtogum aldanna, sem hafi verið
mismunandi birtingarmyndir Hans, er Hann hafi stigið nið-
ur mannkyni til hjálpar og frelsunar í einhverri mynd, sem
allt hafi þó, hversu svo sem þessu sé varið, verið guðdómlegt
niðurstig frá æðri tilveru- og þekkingarstigum í því augnamiði
að hjálpa lífvei-um þessa ófullkomna lífssviðs í örðugleikum
þess á hinni eilífu lífsgöngu.
Til eru kenningar um það, að vor efnisveröld sé hin ysta
af efnis- og lífssviðum tilverunnar (Ultimate sphere of exi-
stence), en guðdómsheimurinn hinn hæsti. Þar á milli sé
til ótölulegur fjöldi lifssviða og samfélaga. Eldri trúarbrögð,
og t. d. austurlanda trúarbrögðin sum, koma verulega mikið
inn á þetta. Nægir t. d. í þessu sambandi að benda á það til
fróðleiks, að forn-islensk heiðni, sem talin er hugsanlega stafa
frá forn-indverskum og persneskum trúararfi, gefur nokkuð
til kynna með táknrænum hætti að vort jarðarsvið sé eins
konar útjaðars eða útvarðar svið. — I sögunni af ferð Þórs
til ÍJtgarða-Loka, þar sem töfrar og hrekkir Loka leika Þór
grátt á ýmsan veg, virðist greinilega geta verið um að ræða
hið sama eins og fram kemur i Ijóðunum Bhagavad Gita úr
Mahabarata ljóðabálkinum um „Maja“ Hina heilögu blekk-
ingu eða sköpunareðlið sem tilveran er byggð á. Maðurinn
er þar blindaður af blekkingarhulu Maja, eins og Þór í ferð-
inni til Loka.
Sé nú horft á efnisveruleika vors eigin lífs og lífsgöngu
einstaklinganna hér í heimi, þá kemur óhjákvæmilega upp sú
spuming, hvort sálir íbúa þessa heims séu ekki einmitt að
verða fyrir þessu sama eins og henti Þór í heimsókn hans til
Útgarða-Loka. Þannig séð mætti skoða ferð Þórs sem líkinga-