Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 67
BÆKUU
161
Þannig hikar höfundur ekki við að geta ítarlegra hliðstæðra
heimilda, þegar hann furðar sig á hinum ýmsu stigum and-
látsreynslunnar og vitnar þar bæði í Biblíuna, Platon, Swed-
enborg og andlátsannála Tibetana, sem enn undirstrika að
það sem fólkið segir frá er gömul reynzla mannkynsins og
sannleikurinn um hina andlegu veröld, svo ekki sé nú farið
mörgum orðum um þær upplýsingar, sem komið hafa frá
miðlum og öðru sálrænu fólki, sem náð hefur sambandi við
þessar veraldir, og ber að öllu saman við reynzlu þess fólks,
sem frá er sagt i þessari bók um Lífið eftir lífiS.
Ég tel þessa bók stórfróðlega og hvet alla til að lesa hana,
ef þeir hafa nokkurn áhuga á því, sem áreiðanlega á eftir að
henda okkur öll.
Lesendur Morgunblaðsins hafa að nokkru kynnst slíkum
frásögnum af fólki, sem virðist hafa snúið aftur frá öðrum
heimi í umsögnum sem hafa birzt í blaðinu af bók dr. med.
Elisabeth Kiibler-Ross, en hún skrifar einmitt formála að þess-
ari bók, Lífið eftir lífið.
Ólafur H. Einarsson íslenzkaði þessa ágætu bók vel, eins
og vænta mátti.
Árni Óla, rithöfrmdur:
DULHEIMAR ÍSLANDS.
Setberg 1975.
Árni Óla er löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir bækur
sínar og blaðamennsku. Hann var lengi ritstjóri Lesbókar
Morgunblaðsins og bjargaði þar meðal annars frá gleymsku
mörgu athyglisverðu úr sögu Reykjavikur. Árni hefur alla
tíð unnað sögu höfuðstaðarins, enda hefur hann skrifað ein-
ungis rnn það efni þessar bækur: Fortíð Reykjavíkur 1950,
Gamla Reykjavík 1954, Skuggsjá Reykjavíkur 1961, Horft á
Reykjavik 1964, Sagt frá Reykjavík 1966 og Svipur Reykja-
ti