Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 33
GÁTAN MIKLA
127
leika eins og hér á voru lífssviði. — Ef þessu væri svo varið,
þá yrði hið dulúðga tal djúphyggjumanna og spekinga ald-
anna orðið nokkru skiljanlegra, þegar þeir tala um að til séu
efnisheimar, sem búi yfir lífi og fóstri það, með sama hætti
eins og vor veröld gerir, — þar sem bæði framlíf eftir þennan
heim og forlíf á undan lífi í honum gætu gefið eðlilegt sam-
hengi i hið óskiljanlega og dularfulla fyrirhæri, sem er lífs-
ganga mannsins, — þar sem svo margar og miklar ráðgátur
eru óleystar og svo mörgum spurningum ósvarað. Með slíkri
skýringu gefst möguleiki til þess, að sálirnar eigi sér mögu-
leika hinnar óendanlegu þroskabrautar, frá hinu ófullkomn-
asta til hins fullkomnasta, þ. e. þá leið sem „Jakobsstiginn11
1 Sköpunarsögu Bibliunnar er af mörgum talinn tákna, frá
ofullkomleikanum til hinna æðstu þroskastöðva, þar sem sál-
irnar gætu flust stig af stigi milli efnisheimanna í óendan-
legum mæli, þar til komið væri i hinar efstu hæðir hinnar
guðdómlegu sköpunar hins lífræna veruleika alheimsins, í ná-
vist guðdómsins sjálfs, í návist Hins efsta, Hins Fyrsta og
Hins Síðasta, — og öðlast kórónu lifsins með samtengingu við
iðrottinn og höfund lifsins alls.
Væri þessu svo varið merkir þetta að sálirnar ættu skiljan-
iegan möguleika til eilífrar framþróunar, og i óendanlegum
mæli, og leiðin lægi þannig inn á hærri og hærri tíðnissvið
lullkomnari efnisveruleika þar sem hinir andlegu kraftar, sem
eru hið innsta í tilverunni, geta þroSkast til hærri og hærri
vhundar, fullkomleika og göfgi. — Með þessu er einnig feng-
mn grundvöllur að skiljanlegum leiðum til þess, að lífið sé
ekki einangrað fyrirbæri þessa heims, heldur geti það og
verði, samkvæmt lögmálum veruleikans sjálfs, að halda áfram,
en slokkni aldrei út, eins og margur óttast svo mjog. — Þá er
emnig hægt að hugsa sér að möguleiki geti með þessari til-
gatu verið til þess, að sálirnar geti farið hvora leiðina sem
er í þroskaleitinni, að halda áfram stöðuglega án þess að þurfa
að snúa nokkru sinni til baka, ef þær ekki óska þess, — eða að
þær geti einnig snúið til baka aftur, ef þær fýsir það sjálfar
°g hafa sjálfar þörf fyrir slikt, til að endurtaka eitthvað af