Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 88
182
MORGUNN
mál, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi endalok muni
verða eftir á að gizka þrjátíu þúsund milljón ár, en best er
að taka þeirri tölu með fyrirvara.
23. sp.: Þér teljið að í hinum sýnilega heimi séu — hvorld
meira né minna — en um hundrað þúsund milljón vetrar-
brauta á sveimi. Hvað mundi yður verða minnisstæðast, ef
þér ættuð þess kost að svipast vel um i tuttugu þúsund milljón
Ijósára fjarlægð frá okkar jörð?
Svar: Engin ástæða er til að ætla, að alheimurinn líti öðru-
vísi út í heild, þótt farið sé langt frá jörðinni. Ef unnt væri
að komast tuttugu þúsund milljón ljósár frá jörðinni, væri
ógerningur að sjá jörðina, eða þá vetrarbraut, sem hún er í,
vegna útþenslu alheimsins, eða nánar til tekið rauðviks ljóss-
ins.
24. sp.: Sumir stjörnufræðingar hafa látið skína í það, að
alheimurinn hafi átt sér upphaf, og hafi svo verið, þá hljóti
hann einnig að eiga sín endadægur á þann hátt, að efni og
orka þrjóti að lokum. Aðrir telja aftur á móti, að efni og
orka hafi alltaf verið til, og svo verði framvegis, enda kveikja
hinnar eilífu hringrásar. Hver er yðar skoðun?
Svar: Þér spyrjið um persónulega skoðun mína á þvi, hvoi’t
efni og orka hafi alltaf verið til og muni halda áfram að vera
til, eða hvort um raunverulegt upphaf eða endi geti verið að
ræða. Ég vil ekki neita því, að ég hneigist heldur til hinnar
siðari skoðunar, en um sönnun er að sjálfsögðu ekki að ræða.