Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 18
MORGUNN
112
til, því aðeins þar geta þeir fundið félagsskap þann, er þeir
sækjast eftir.“ Stundum, segir Swedenborg, að illum anda sé
leyft að koma til himna, ef hann óskar þess; en hann segir
að hann geti ekki þolað hreinleikann og sé því fljótur að skipta
um dvalarstað. Auk þessa er illum öndum ekki fyrst og fremst
refsað fyrir illvirki sín á jörðunni, heldur vegna þess, að þeir
kjósa enn hið illa eftir að misgerðir þeirra hafa verið þeim
leiddar fyrir sjónir og góðleikurinn útskýrður fyrir þeim. Það
er því ekkert ljótt í hegningu Drottins, segir hann. „Guð sendir
aldrei neinn til heljar,“ segir Swedenborg, „heldur óskar að
bjarga mönnum þaðan. Þvi siður leggur hann kvalir á menn;
en þareð hinn illi skundar sjálfviljugur til hins illa dvalarstað-
ar til þess að læra betur, verður hegningin til gagns.“
Og hinn mildi dulspekingur heldur áfram: „Allt illt á sér
takmörk — jafnvel í viti. Djöflarnir í víti eru hindraðir í því,
að sökkva enn dýpra niður í illskuna en þegar þeir voru á
jörðinni, því þar er það lögmál ríkjandi, að enginn má verða
verri en hann var í fyrra lííi.
Það þarf vart að taka það fram, að þessi heilagi Frans Svia
fann öllum góðum mönnum stað í himnaríki, hvort sem þeir
voru kristnir eða ekki. Um þetta segir hann: „Það fyrirfinnst
ekki stafur um það í Ritningunni, að gera eigi mun á persón-
um eða þjóðum, þareð englarnir láta sig engu skifta persónu-
leika Abrahams, Isaks og Jakobs og sjá engan mun á Gyðing-
um og öðrum þjóðum, annan en mismunandi kosti einstakling-
anna.“
Þannig segir hann að öll börn séu send til himna þegar eftir
dauðann, hvort sem þau eru skírð eða ekki, og þar sé þeim
hjúkrað og þau alin upp af englum.
Swedenborg lýsir himnaríki með nákvæmni þess, sem er að
lýsa því, sem hann hefur séð, enda segir hann, að sér hafi
verið leyft að koma þangað nokkrum sinnum. Allur Himin-
inn í fullri mynd er eitt — þ. e. Drottinn. Sérhvert samfélag
englanna hefur ákveðnu starfi að gegna sem hluti af líkama
Hans, rétt eins og hjarta, nýru, æðar og vöðvar hafa sínu sér-
staka hlutverki að gegna í mannlegum líkama, svo hann megi