Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Síða 18

Morgunn - 01.12.1978, Síða 18
MORGUNN 112 til, því aðeins þar geta þeir fundið félagsskap þann, er þeir sækjast eftir.“ Stundum, segir Swedenborg, að illum anda sé leyft að koma til himna, ef hann óskar þess; en hann segir að hann geti ekki þolað hreinleikann og sé því fljótur að skipta um dvalarstað. Auk þessa er illum öndum ekki fyrst og fremst refsað fyrir illvirki sín á jörðunni, heldur vegna þess, að þeir kjósa enn hið illa eftir að misgerðir þeirra hafa verið þeim leiddar fyrir sjónir og góðleikurinn útskýrður fyrir þeim. Það er því ekkert ljótt í hegningu Drottins, segir hann. „Guð sendir aldrei neinn til heljar,“ segir Swedenborg, „heldur óskar að bjarga mönnum þaðan. Þvi siður leggur hann kvalir á menn; en þareð hinn illi skundar sjálfviljugur til hins illa dvalarstað- ar til þess að læra betur, verður hegningin til gagns.“ Og hinn mildi dulspekingur heldur áfram: „Allt illt á sér takmörk — jafnvel í viti. Djöflarnir í víti eru hindraðir í því, að sökkva enn dýpra niður í illskuna en þegar þeir voru á jörðinni, því þar er það lögmál ríkjandi, að enginn má verða verri en hann var í fyrra lííi. Það þarf vart að taka það fram, að þessi heilagi Frans Svia fann öllum góðum mönnum stað í himnaríki, hvort sem þeir voru kristnir eða ekki. Um þetta segir hann: „Það fyrirfinnst ekki stafur um það í Ritningunni, að gera eigi mun á persón- um eða þjóðum, þareð englarnir láta sig engu skifta persónu- leika Abrahams, Isaks og Jakobs og sjá engan mun á Gyðing- um og öðrum þjóðum, annan en mismunandi kosti einstakling- anna.“ Þannig segir hann að öll börn séu send til himna þegar eftir dauðann, hvort sem þau eru skírð eða ekki, og þar sé þeim hjúkrað og þau alin upp af englum. Swedenborg lýsir himnaríki með nákvæmni þess, sem er að lýsa því, sem hann hefur séð, enda segir hann, að sér hafi verið leyft að koma þangað nokkrum sinnum. Allur Himin- inn í fullri mynd er eitt — þ. e. Drottinn. Sérhvert samfélag englanna hefur ákveðnu starfi að gegna sem hluti af líkama Hans, rétt eins og hjarta, nýru, æðar og vöðvar hafa sínu sér- staka hlutverki að gegna í mannlegum líkama, svo hann megi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.