Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 53
NIÐURSTOÐUR . .
147
frásagnir hins ólíkasta fólks um raunverulega tilveru, raun-
verulegt lif eftir svokallaðan dauða, er i algjöru samræmi
við það sem beztu miðlar hafa til dæmis skrifað ósjálfrátt
um hvernig fyrstu umskiptin væru.
Hér virðist því fram komin stórathyglisverð ný aðferð til
þess að undirstrika og leggja áherzlu á það, sem sálrænt fólk
hefur sagt frá um aldir. Ófreskt fólk hefur um aldir orðið að
vera eins og örfáir sjáendur í heimi blindra. 1 frásögnum þess
eru erfiðleikamir eins og rauður þráður í lífi þess, nema það
dylji hæfileika sína og þykist vera eins og allur almenning-
ur til þess að fá að vera í friði. Einkanlega er oft raunalegt
að lesa um slíkar raunir barna, þegar þau í fyrsta sinni segja
fullorðnum frá sýnum sinum eða dulheyrnum, en hljóta
skammir eða barsmiðar fyrir að vera sjáandi á sviðum þar
sem flestir eru blindir.
Meðal lærðra manna, sem vilja halda virðingu og vinsæld-
um starfsbræðra sinna, er mjög algengt að þeir fari með sál-
rænar gáfur eins og hernaðarleyndarmál. Þetta minnir mig
á það sem hinn hugrakki vísindamaður dr. Shafica Kara-
gulla segir frá í bók sinni, Nýjar víddir í mannlegri skynj-
un, sem ég 'hef áður fjallað um. — Þegar þessi kona
sem framinn í læknavísindum blasti við, leyfði sér að halda
því fram opinberlega að athuguðu máli, að til væri fólk með
uiagnaða sálræna hæfileika, til dæmis fólk sem gæti séð
skemmdir í innri líffærum á svipstundu og ýmislegt því
svipað, og að þetta fólk gæti orðið læknavísindunum að miklu
Hði, þá lokuðust lienni allar dyr innan læknavísindanna. Hún
'hsetti að fá að starfa með þeim miklu vísindamönnum, sem
fiún hafði unnið þrekvirki með, sjóðir til styrktar vísinda-
rannsóknum lokuðust henni og fyrri starfsbræður hennar
forðuðust hana eins og heitan eldinn. Henni var útskúfað.
Hún varð fjárvana og varð að byrja aftur frá upþhafinu. En
hún neitaði að víkja af þeim vegi, sem hún taldi leiða til
sannleikans, eins og hún sá hann og fómaði svokölluðum
»visindaframa“ sínum og öllum vonum um frægð og viður-
kenningu af hendi starfssystkina sinna. Þessi litla, viljafasta