Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 63
BÆKUR
157
öðrum að lesa hana. Gísli Ólafsson hefur leyst vel af hendi
hið erfiða hlutverk að snúa þessari bók á íslenzku. En hún er
afarfalleg i útgáfu Þjóðsögu, sem aldrei hikar við að leggja
út í að birta á íslenzku bækur sem miklu móli skipta, þó ekki
kunni að vera alltaf að vera að því gróðavegur í okkar fá-
menna landi. Þessi fagra og merkilega bók hlýtur að vera
hverjum hugsandi manni ánægjuefni.
Reymond A. Moody, jr.:
LfFIÐ EFTIR LÍFIÐ.
Ólafur H. Einarsson íslenzkaði.
Víkurútgáfan Reykjavík.
Eitt sinn skal hver deyja. Þetta er ef til vill það eina, sem
hægt er að segja um með fullri vissu að allir menn séu sam-
mála um. — Fæstir hafa þó áhuga á að hugsa mikið um
það. Þvert á móti, fólk vill helst ekki minnast á það. Má jafn-
vel segja, að áhugi fólks á dauða annarra standi í öfugu hlut-
falli við áhugann á eigin dauða. Kannski er það ekki nema
mannlegt, þó það sé ef til vill ekki að sama skapi hyggilegt.
Kristnin byggist beinlinis á því, að átt hafi sér stað upprisa
eftir dauðann og var Páll sjálfur ekki ómyrkari í máli um
þann viðburð en svo, að hann lýsti því yfir, að án hennar
væri kristnin ónýt. Dauðinn er þannig hin nauðsynlega und-
trstaða allrar kristni. Maður skyldi því ætla, að kirkjan upp-
fræddi okkur eitthvað um þennan mikilvæga atburð, sem
bíður okkar allra. En það er nú öðru nær. Á hann er að jafn-
aði ekki minnst, nema við jarðarfarir og þá ræddur einna
líkast því, sem hér sé um eitthvert sérstakt óhapp að ræða.
En þó er þetta einmitt hin brennandi spurning á allra vörum.
ftg veit ég hlýt að deyja. En hvernig er það? Hvað tekur við?
Hvað sem þessum tveim spurningum líður, þá hefur það
þó verið rannsakað á vísindalegan hátt, að meiri hluti fslend-