Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 20
114
MORGUNN
trúarskoðunum blátt áfram stórhættuleg. En Swedenborg bjó
yfir óttaleysi þess, sem telur sig þjón sannleikans. Hann dreifði
afritum af verkum sínum um meginlandið og óskaði eftir um-
sögnum um þau. „En ekki ein einasta rödd svaraði,“ eins og
hann komst að orði.
Var þetta þá allt unnið fyrir gýg? Nei. Það voru, sem betur
fór, uppi menn á þessu tímabili, sem töldu fulla ástæðu til
þess að kynna sér þessar, að ýmsu leyti, byltingarkenndu
skoðanir.
Emerson, Havvthome, Carlyle, Thoreau, Coleridge, De
Quincey, Maeterlinck og Goethe vom menn, sem ekki létu
segja sér, hvað þeir mættu lesa. Og með hjálp þessara mikil-
menna gat ímyndunarafl Swedenborgs eytt ævagömlum for-
dómum og fyllt heiminn sólskini nýrrar hugsunar.
Hið fræga skáldverk Dantes um líf og dauða Divina Com-
media, hafði lengi heillað hugi manna með hinum sterku lit-
brigðum elds og haturs, en verk Swedenborgs Himnasýnir
hefur hins vegar snortið hjörtu mannanna, því þetta fagra
ljóð er málað með pensli miskunnseminnar á léreft táranna,
eins og aðalheimildarmenn mínir Henry Thomas og Dana
Lee Thomas, hafa svo fallega komist að orði.
t------------------------------------------------N
TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF HANDA ÞEIM
SEM ÁHUGA HAFA Á ANDLEGUM MÁLUM
SRFÍ á nokkur hundruð eintök af Morgni 1950—1976.
Meðan upplag endist býSur félagiS til sölu 4 eintök (2.
árg.) í smekklegu plastumslagi á mjög hagstœSu verSi.
Gjöfinni getur fylgt eins árs áskrift af tímaritinu. Upp-
lýsingar á skrifstofu félagsins, GarSastrœti 8, Rvík. Sími
18130.
Skrifstofan er opin alla virka daga nema laugar-
daga kl. 13,30—17,30.
v
j