Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 58
152
MORGUNN
Guðmundur Friðjónsson, ljóðskáldið Jakob Jóh. Smári, Jónas
Þorbergsson rithöfundur og fyrrverandi útvarpsstjóri, séra
Kristinn Daníelsson og séra Sveinn Víkingur. Allt löngu þjóð-
kunnir og virtir menn. Nöfn ritgerðanna eru þessi: Mikil-
vœgi sálarrannsókna (E. H. K.), Spurningar og svör (G. F.),
Um dauðann (H. N.), AnnaS líf (J. Jóh. S.), Jarðlíf og fram-
líf (J. Þ.), Hvernig ég varð spíritisti (K. D.) og Fjarhrif og
spíritismi (S. V.). 1 tilefni sextíu ára afmælis S. R. F. í.
skrifaði núverandi forseti félagsins Æ. R. K. sérstakt útvarps-
leikrit, sem flutt var í rikisútvarpinu þann 19. janúar þetta
ár. Leikrit þetta er að því leyti sérstætt í islenzkum bók-
menntum að atburðarásin gerist að öllu leyti eftir þá breyt-
ingu, sem venjulega er nefnd dauði. Sökum þess í fyrsta lagi,
að leikrit þetta er sérstaklega helgað sextíu ára minningu fé-
lags okkar, og í öðru lagi er eina frumsamda ritverkið, sem
að öllu leyti er látið fara fram í framhaldslífinu, þá var
ákveðið, að það skyldi einnig vera með í þessari bók, LÁTNIR
LIFA. Leikritið heitir í Ijósaskiptum.
Þ'óðkunnir begar ég hóf starfið að velja ritgerðir i þessa
. „ . bók þá rann upp fyrir mér, hver gæfa það
stuðmngsmeim. , , ,x «
hefur venð malstaðnum að sanna tolki, að
það lifi að þessu lífi loknu, hve félag okkar hefur notið stuðn-
ings merkilegra manna í islenzku þjóðlifi. Það skiptir ekki
litlu þegar koma þarf fram vitneskju, sem svo gífurlega miklu
getur skipt um hamingju fólks og örlög, að í ræðu og riti
komi fram höfundar, sem virðingar njóta meðal þjóðarinnar
einnig fyrir önnur störf, sem mikilvæg verða að teljast. Höf-
undar þeirra ritgerða, sem valdar hafa verið í þessa bók hafa
þetta allir sameiginlegt, svo og það að þeir eru allir látnir.
1 bókinni LÁTNIR LIFA eru okkur takmörk sett, hvað efni
viðvíkur og hefur því ekki verið hægt að taka fleiri látna höf-
unda með að þessu sinni, þó freisting hefði verið að birta hér
einnig ritgerðir eftir aðra ágæta höfunda, svo sem Ragnar E.
Kvaran, Einar Lof-tsson, Sigurð Kvaran lækni o. fl. En e. t. v.
gefast til þess tækifæri síðar.