Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 47
NIÐURSTOÐUR . .
141
þá ekki sízt hæfileikum miðla, enda hafði hann fylgst vel
með rannsóknum Ameríska sálarrannsóknafélagsins á hæfi-
leikum Hafsteins Björnssonar.
II.
Allt frá upphafi (1920) hefur Morgunn stutt þá kenningu,
að dauðinn sé engan veginn endir allrar mannlegrar reynzlu,
að við lifum áfram að þessu lífi loknu og það sé ákaflega
mikilvægt hverjum manni að gera sér sem fyrst grein fyrir
því, sökum þess að þessum sannleik fylgir óhjákvæmilega
skilningurinn á því, að reikningar okkar verði ekki að fullu
gerðir upp í þessu lífi. Það er hverjum hugsandi manni alveg
ljóst með þvi einu að líta i kringum sig, að niðurstaðan af
því að trúa ekki á líf eftir dauðann hlýtur að leiða til þeirrar
skoðunar, að réttlæti sé ekki til. Sú skoðun að þetta líf sé
öll tilvera mannsins getur því leitt til eyðileggjandi hugsunar-
háttar. Ef maður telur sig staddan i frumskógi, þar sem of-
beldi, fals og fláræði eitt sé til nokkurs gagns og sá sterki
eigi tvimælalaust að ráða, þá getur slikt leitt til miskunnar-
Huss lífs, sem getur eyðilagt viðkomandi. Þeir sem trúa á
annað líf eða telja það beinlinis hafa verið sannað fyrir sér,
sökum þess sem þeir hafa upplifað, hljóta því jafnframt að
gera sér þess fulla grein, að hver er sinnar gæfu smiður. Að
eminning Páls um að eins og maðurinn sái hljóti hann að
l,ppskera, er lögmál, sem enginn kemst undan. En okkur
gengur stundum erfiðlega að átta okkur á því hvort gæfan
er okkur hliðholl, sökum rangs mats á því í hverju gæfa
hggur. Hverja trú sem menn þykjast játa opinberlega, þá er
það sannreynd, að á Vesturlöndum og víðast annars staðar
eru menn metnir eftir hæfileikum sínum til þess að safna fé
°g græða það, fyrst og fremst. Áhrifamesti guð Vesturlanda
er Mammon, Jiótt ])ess sé gætt að viðurkenna slikt aldrei
epmberlega. Hér þarf að hefjast endurmat þessara skoðana
°g er það raunar þegar hafið hjá fjölda ungs fólks meðal