Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 76
170
MORGUNN
kenna þeir allir, að þar var Sigmundur Brestisson. Hann nem-
ur staðar nokkra stund á gólfinu, og gengur út síðan.
Og eftir þetta ris Þrándur af stólnum, og varpar mæðilega
öndinni og mælti: „Nú megi þér sjá, hvað þessum mönnum
hefur að bana orðið.“
Kæri L. B. Þakka þér kærlega fyrir þessa ágætu sendingu.
Sendu Morgni ef þú manst eftir einhverju. — Æ.R.K.
DRAUMUR SEM MIG DREYMDI 1 NÓVEMBER 1975
Mér finnst ég vera stödd á heimili foreldra Ingólfs á út-
farardegi hans, en íbúðin vera á jarðhæð, en ekki á fyrstu
hæð (svo var hún i veruleika) og innrétting einnig öðruvísi.
Þar eru stödd Ásdís heitin (móðir Ingólfs), Ingólfur, Ás-
björn (faðir hans), Ragnhildur og önnur systir Ingólfs og
eldri kona, í meðallagi há, samsvarar sér vel. Hún er dökk-
hærð, andlitsfall hennar man ég ekki vel, en finnst fas kon-
unnar vandræðalegt og uppáþrengjandi í senn, hún talar
mest um fjölskylduástand sitt, drykkjuskap eiginmanns síns,
hún hafi þurft að flýja sitt eigið lieimili.
Ásdís biður mig að fara með systur Ingólfs og kaupa
bollapör, hún eigi ekki nógu marga bolla af sömu sort i
erfidrykkjuna. Við förum í þá verslun sem hún vísar okkur
ó, en bollarnir fengust ekki þar.
Afgreiðslustúlkan segir að mynstrið á bollunum sem þar
fást heiti „fallandi lauf“, en ég vil ekki kaupa þó, því ég er
ekki viss um að þessir séu réttu bollarnir. Ég kem því bolla-
laus til baka. Ásdís segir það rétt hjá mér, mynstrið heiti
ekki „fallandi lauf“, en hún viti að þeir réttu fáist, „líttu á
borðdúkinn, þeir eru í stíl við hann,“ segir hún. Borðdúkurinn
er i glóaldin- eða morgunroðalit, í miðjum dúk eru grænir
ávextir, en þar sem dúkurinn nemur við borðröndina eru
sölnuð lauf.