Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 76

Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 76
170 MORGUNN kenna þeir allir, að þar var Sigmundur Brestisson. Hann nem- ur staðar nokkra stund á gólfinu, og gengur út síðan. Og eftir þetta ris Þrándur af stólnum, og varpar mæðilega öndinni og mælti: „Nú megi þér sjá, hvað þessum mönnum hefur að bana orðið.“ Kæri L. B. Þakka þér kærlega fyrir þessa ágætu sendingu. Sendu Morgni ef þú manst eftir einhverju. — Æ.R.K. DRAUMUR SEM MIG DREYMDI 1 NÓVEMBER 1975 Mér finnst ég vera stödd á heimili foreldra Ingólfs á út- farardegi hans, en íbúðin vera á jarðhæð, en ekki á fyrstu hæð (svo var hún i veruleika) og innrétting einnig öðruvísi. Þar eru stödd Ásdís heitin (móðir Ingólfs), Ingólfur, Ás- björn (faðir hans), Ragnhildur og önnur systir Ingólfs og eldri kona, í meðallagi há, samsvarar sér vel. Hún er dökk- hærð, andlitsfall hennar man ég ekki vel, en finnst fas kon- unnar vandræðalegt og uppáþrengjandi í senn, hún talar mest um fjölskylduástand sitt, drykkjuskap eiginmanns síns, hún hafi þurft að flýja sitt eigið lieimili. Ásdís biður mig að fara með systur Ingólfs og kaupa bollapör, hún eigi ekki nógu marga bolla af sömu sort i erfidrykkjuna. Við förum í þá verslun sem hún vísar okkur ó, en bollarnir fengust ekki þar. Afgreiðslustúlkan segir að mynstrið á bollunum sem þar fást heiti „fallandi lauf“, en ég vil ekki kaupa þó, því ég er ekki viss um að þessir séu réttu bollarnir. Ég kem því bolla- laus til baka. Ásdís segir það rétt hjá mér, mynstrið heiti ekki „fallandi lauf“, en hún viti að þeir réttu fáist, „líttu á borðdúkinn, þeir eru í stíl við hann,“ segir hún. Borðdúkurinn er i glóaldin- eða morgunroðalit, í miðjum dúk eru grænir ávextir, en þar sem dúkurinn nemur við borðröndina eru sölnuð lauf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.