Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 79

Morgunn - 01.06.1981, Page 79
DUI.SÁLARFRÆÐINGAR ÞINGA 77 huga hvort fólk byggi e.t.v. yfir auknum yfirskilvitlegum hæfileikum undir slíkum kringumstæðum, ætti auðveldara með að senda hvort öðru hugskeyti o.s.frv. Því virtist ekki vera svo farið. Það virðist vera mikilvægara að fólk búi yfir meðfæddum „gáfum“ á þessu sviði. Það er að vísu hægt að þróa með sér ESP að einhverju leyti, en aðeins að vissu marki. Annars hefur dulsálarfræðingurinn William Braud í Texas sýnt fram á það að slökun framkallar aukið yiirskil- vitlegt næmi, fólk er næmara fyrir fjarhrifum þegar það slakar á. „Umdeilt svið“. „Vissulega liefur verið um árekstra að ræða,“ segir Beloff, aðspurður um sambúð hefðbundinnar sálarfræði og dulsálar- fræði. „Að vísu fæst fólk úr öllum vísindagreinum við dul- sálarfræði, áhugi raunvísindamanna á þessu sviði fer t.d. vax- andi. En þetta er umdeilt svið og dulsálarfræði hefur ekki enn hlotið viðurkenningu hinnar hefðbundnu sálarfræði. Enn sem komið er höfum við heldur ekki þau tök á viðfangsefni okkar að við getum lagt fram óyggjandi sannanir fyrir einu eða neinu og þróunin er hæg. ,.yagga dulsálarfrœðinnar“. Dulsálarfræði hefur mætt mikilli andstöðu við sálfræði- deildir margra háskóla, þannig að margir brugðu á það ráð að setja á fót einkastofnanir til rannsókna á þessrnn sviðum. Sú stærsta sinnar tegundar er „lnstitute for Parapsychology, Foundation for Research on the Nature of Man“, í Durham i N-Karólinu í Bandaríkjunum, stofnuð af J. B. Rhine, sem hóf rannsóknir á sviði dulsálarfræði við Duke-háskólann í N-Karólínu á þriðja áratug aldarinnar og hefur verið nefnd- ur faðir nútíma dulsálarfræði. Mörg hugtakanna, sem notuð eru í dag, svo sem ESP, eru frá honum komin og segja má að Duke háskólinn sé vagga dulsálarfræðinnar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.