Saga - 1968, Page 65
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI 61
völlum 6. júní, samþykkti nærri því samhljóða ályktun,
en þar vantar orðið „þingræðisstjórn".1)
Ekki varð neitt úr Þingvallafundi milli þinganna 1889
og 1891. 1 apríl 1891 sendu þeir Skúli Thoroddsen, Sig-
urður Stefánsson og Gunnar Halldórsson út fundarboð, þar
sem boðað var til slíks fundar,2) en miðlunarblöðin tóku
neikvæða afstöðu til þess.3) Áhugi virðist yfirleitt hafa
verið lítill, og Norðurljósið, sem var meðmælt fundarboð-
inu, upplýsti, að hætta yrði við fyrirætlunina vegna þess,
að svo fá kjördæmi kysu fulltrúa á fundinn.4)
Þegar Benedikt Sveinsson og Sigurður Stefánsson lögðu
fram stjórnarskrárfrumvarpið á Alþingi 1891, var þar
algerlega snúið baki við allri miðlunarpólitík. Að undan-
skildu banninu við bráðabirgðafjárlögum, sem ekki var
tekið með, var frumvarpið samhljóða því, sem Neðri deild
hafði samþykkt 1887.5 6) Án umræðu kaus Neðri deild sjö
manna nefnd. í nefndarkosningunni hlaut Benedikt Sveins-
son 20 atkvæði og naut þannig sýnilega en fullkomins
trausts deildarinnar. Meðal nefndarmanna voru Sigurður
Stefánsson, Skúli Thoroddsen og Sigurður Gunnarsson.0)
Eining varð í nefndinni um álit hennar þess efnis, að
frumvarpið skyldi samþykkt með einni breytingu, viðbót
við 17. gr., sem bannaði útgáfu bráðabirgðafjárlaga. En
bannákvæðið var hvorki samhljóða hinu skilyrðislausa
banni frá 18877) né hinu skilorðsbundna frá 1889: Ef Al-
bingi hefði ekki samþykkt fjárlög eða þau hefðu ekki hlotið
staðfestingu, skyldu þau lög gilda, sem Alþingi hafði síð-
ast samþykkt.8) Ákvæðið var þannig enn veikara en 1889;
þar sem ákvæði'ð 1889 hefði tryggt Alþingi óskorað vald í
1> Isafold 27/6 og 4/7 ’91.
2> Þjóðviljinn 18/4 '91.
3> Þjóðólfur 1/5 ’91; Isafold 2/5 '91; Fjallkonan 5/5 '91.
4> Norðurljósið 12/5 '91; sbr. 31/3 og 15/7 ’91.
5> Alþt. 1891 C, 128 o. áfr.
6> Sama rit B, 139.
7> Sjá O. D., Saga 1961, 261 o. áfr., 267 o. áfr. og annars staðar.
8> Alþt. 1891 C, 206 o. áfr.