Saga - 1968, Side 136
132
KRISTINN JÓHANNESSON
lega stofnuð 19. september þetta ár. Æðsti maður hersins
var fylkingarstjóri eða höfuðsmaður. Var það lengst af von
Kohl sjálfur. Næstir að tign voru tveir liðsforingjar og
einn yfirflokksforingi. Þá komu fjórir deildarforingjar.
Meðal annarra embættismanna voru fánaberi og trumbu-
slagari. Ekki var almenn herskylda í Eyjum, en ef menn
gengu í herdeildina, urðu þeir að vera skemmst eitt ár
starfandi. Liðsmenn skyldu lúta heraga. Ef forföll dæmd-
ust ekki lögleg, gat það varðað brottrekstri úr hernum.
Drykkjuskapur var andvígur reglunum. Brot í annað sinn
varðaði brottrekstri. Þegar fylkingin var fjölmennust,
munu hafa verið í henni 104 menn. Var það á öðru ári
hennar.
Heræfingar voru með ýmsu móti, bæði í formi íþrótta-
æfinga og eins var sveitinni skipt í tvennt og flokkarnir
látnir sækjast.
Andreas von Kohl andaðist 1860, og fljótlega upp frá því
fór hreystin að bila í herdeildinni. Henni var þó haldið sam-
an, en kostnaður við hana var alltaf nokkur, og varð erfið-
ara að velta honum, eftir því sem fækkaði í deildinni. Tóku
forystumennirnir það loks til bragðs að skrifa stjórninni í
Kaupmannahöfn og fara þess á leit, að hún lögbyði skyldu
fyrir hvern einasta vopnfæran mann í Vestmannaeyjum
á vissum aldri til að vera félagi Herfylkingar Vestmanna-
eyja. Jafnframt var farið þess á leit, að allur kostnaður
yrði greiddur af almannafé. En nú var stjórninni nóg boðið
og hún treysti sér ekki til þess að lögleiða herskyldu, en
veitti nokkurn fjárstyrk. Þetta kom þó fyrir ekki. Alltaf
hallaði undan fæti fyrir herdeildinni, og síðasta samkoma
hennar undir vopnum mun hafa verið við jarðarför Péturs
Bjarnasens, eins foringjans, 7. maí árið 1869.
Ekki kom til þess, að herfylkingin þyrfti að eiga í útistöð-
um við ræningja og ofstopamenn, en til er saga um atburð,
þegar nærri því lá. Herfylkingin var kölluð saman í skanz-
inn, þegar sást til ferða ókunns skips. Segir sagan, að jafn-