Saga - 1968, Síða 148
144
KITFREGNIR
viðfangsefni manna og mannlegs þjóðfélags á öllum öldum. Fyrstu
samfélög manna voru einkum stofnuð til öflunar matvæla, og menn-
ing dafnaði ekki fyrr en tími varð aflögu frá brauðstritinu. Hér er
rakin saga brauðstritsins, frá því menn söfnuðu villtum plöntum og
smádýrum til matar, áður en þeim lærðist að rækta nytjajurtir og
ala húsdýr, til nútimans með verksmiðjufæðu og vísindalega næringar-
fræði. Af vandamálum næringarfræðinnar ber enn mest á vandanum
að afla nægrar næringar handa öllum þjóðum heims, en það á því
miður enn sorglega langt I land, þrátt fyrir alla tækni og vísindi, en
ástæður þeirra mistaka eru víst fremur þjóðfélagslegs og stjórnmála-
legs eðlis en næringarfræðilegs."
1 þessari klausu eru fólgnir örlitlir hugtakaerfiðleikar. 1 sjálfu
brauðstritinu felst margs konar menning, en siðmenningin krefst
næðis, öryggis og frelsis frá amstrinu fyrir daglegu brauði. — Þá er
eiginleg saga brauðstritsins alls ekki rakin í bókinni, heldur gerð
grein fyrir helztu áföngum í sögu þeirrar tækni, sem menn hafa
beitt við matvælaöflun, og í sögu helztu nytjajurta og dýra, sem notuð
eru til manneldis.
Matur er manns megin, — en fæðuöflunin hefur verið mönnum
erfið og er það viða enn í dag. I rúmlega hálfa aðra milljón ára var
maðurinn safnari, ölmusuþegn í riki náttúrunnar. Það var fyrst fyrir
um 400.000 árum, að honum tókst að beizla eldinn og gera sér brúk-
leg tæki til stórgripaveiða. Þá tók hann fyrsta stórstökkið í sögu
sinni. Og það líða hundruð þúsundir ára, unz næsta stórbylting varð.
Að þessu sinni tók maðurinn heljarstökk á þróunarbraut sinni og hóf
ræktun nytjajurta og húsdýra. Það var fyrir um 11.000 árum. Síðan
hefur fátt markvert gerzt, þangað til iðnbyltingin hélt innreið sína á
19. öld. Það er þriðji mesti atburöur mannkynssögunnar. — Þessi saga
er dregin fram skýrt og skilmerkilega í bókinni um matinn. Það er
fengur að henni.
Almenna bókafélagið hefur unnið mörg þörf verk, og er tveggja get-
ið í þessu hefti Sögu. Alfræðasafnið er þýðing á Life Scienee Library,
og til útgáfunnar stofnað af hinum fjölvísa og hugmyndaríka Jóni Ey-
þórssyni. Það er á ýmsan hátt táknrænt, að fyrsta vandaða alfræða-
safnið, sem birtist á íslenzku, fjallar um náttúruvísindi. — En ekki
má skuturinn eftir liggja. Okkur Islendinga skortir bækur á öllum
sviðum. Islenzka skólakerfið frá barnafræðslu til háskóla er í svelti,
og það er verið að gefa út ótal merkisrit um alls konar fræði um viðan
heim. Það væri vel, ef AB réðist í það að láta snara á íslenzku ein-
hverjum bókaflokki um lista- og menningarsögu. Það væri t. d. mikill
fengur á islenzku að ritsafninu: Great Ages of Man, a History of the
World’s Cultures, sem Time-Life International gefur út eða Landmarks
of the World's Art, sem Paul Hamlyn í London gefur út, auk fjölda
annarra ritsafna um svipuð efni.
Bjöm Þorsteinsson.