Saga


Saga - 1968, Page 151

Saga - 1968, Page 151
RITFREGNIR 147 á sjó (bls. 11—12). Þeir hafa þekkt sjólag og vinda; útsynningur er t. d. allt ööru vísi rok en landsynningur. Sæfarar á Norður-Atlants- hafi villtust ekki á slíkum náttúrufyrirbærum á miðöldum. Það er hægt að nöldra um fleiri smáatriði í fyrri helft bókarinnar nema í kaflanum, sem Kristján Eldjárn hefur sett saman. Hann er stutt, en greinagóð skýrsla um vikingalýðveldið fjarst í útsænum. Teikningar eru bæði gerðar sem bókaskraut og til þess að styrkja textann, bregða upp sviðsmyndum af hinu mikla skoðunarspili víkinga- aldar. Flestar þjóna þær dável þessu tvíþætta hlutverki nema þær, sem sýna alþingishald á Þingvelli (opna 110—111) og bjargsig (opna 164—165). Síðari helmingur bókarinnar fjallar um siði og hætti víkinga, trú þeirra og daglegt líf, heimilisiðnað, áhöld, klæðnað, skip og skipa- smiðar. Hér er um að ræða eitt hið bezta yfirlitsverk um menningar- sögu víkingaaldar innan síns ramma. Þá er fengur að skrá um merkis- rit um víkingaöld, en hún er birt að bókariokum. Vansmíð er það, að texta bókarinnar er hvergi deilt á höfunda. Þeir eru kynntir lítillega við upphaf hennar, en hvergi sagt, hvað hver þeirra lagði til málanna. Vikingarnir eru glæstasta kynningarrit, sem við íslendingar eigum um það skeið sögunnar, sem flutti forfeður okkar hingað til lands. Björn Þorsteinsson. Þórbergur Þórðarson: Einar ríki. 1. bindi. Fagurt er í Eyjum, Helgafell, Rvík 1967. Sjálfsævisögur eru venjulega áróðursrit í einhverjum skilningi og þar með takmarkaðar að heimildagildi. Menn dæma sig með verkum sínum, einnig sjálfsævisögunni, og fáir eru svo hreinskiptnir og heið- arlegir að halda dómþing yfir sjálfum sér. Sjálfsævisagan er málsskjal, þar sem söguhetjan reifar sjónarmið sín, gerir grein fyrir þvi, hvernig hún vill, að aðrir menn líti á sig og verk sín, en þar með er því auð- vitað ekki að heilsa, að það viðhorf sé hið eina rétta. Fáir Islendingar hafa verið hispurslausari i frásögnum af sjálfum sér en einmitt Þór- bergur Þórðarson, bókfærslumaðurinn á lifsstríð Einars Sigurðssonar. En Einar segir fyrir, leggur fram málsskjölin. Þetta er hans bók, og eitthvað liggur honum vonandi á hjarta annað en það að gæla við minningarnar og njóta vinfengis við meistara Þórberg til þess að troða sér inn I íslenzka bókmenntasögu. Þetta er bók fyrirheita, en ekki efnda. Hún skilur við mömmudrenginn Einar Sigurðsson 16 vetra innritaðan í Verzlunarskóla Islands. Þar kynnist hann Þórbergi, og hefur síðan tignað meistarann á ýmsan hátt og stofnað nú með honum endurminningafyrirtækið Einar ríki. Frá kynnum þeirra Þórbergs segir ekki i bókinni, þar er sögu Einars ekki komið svo langt. Og einskis vísari verður lesandinn um það, hvernig hann eigi að verða ríkur. Hann kynnist tápmiklum og skyn- úgum Eyjastrák, sem gerir út á polla og tjarnir, sennilega formanns-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.