Saga - 1968, Síða 151
RITFREGNIR
147
á sjó (bls. 11—12). Þeir hafa þekkt sjólag og vinda; útsynningur er
t. d. allt ööru vísi rok en landsynningur. Sæfarar á Norður-Atlants-
hafi villtust ekki á slíkum náttúrufyrirbærum á miðöldum.
Það er hægt að nöldra um fleiri smáatriði í fyrri helft bókarinnar
nema í kaflanum, sem Kristján Eldjárn hefur sett saman. Hann er
stutt, en greinagóð skýrsla um vikingalýðveldið fjarst í útsænum.
Teikningar eru bæði gerðar sem bókaskraut og til þess að styrkja
textann, bregða upp sviðsmyndum af hinu mikla skoðunarspili víkinga-
aldar. Flestar þjóna þær dável þessu tvíþætta hlutverki nema þær, sem
sýna alþingishald á Þingvelli (opna 110—111) og bjargsig (opna
164—165).
Síðari helmingur bókarinnar fjallar um siði og hætti víkinga, trú
þeirra og daglegt líf, heimilisiðnað, áhöld, klæðnað, skip og skipa-
smiðar. Hér er um að ræða eitt hið bezta yfirlitsverk um menningar-
sögu víkingaaldar innan síns ramma. Þá er fengur að skrá um merkis-
rit um víkingaöld, en hún er birt að bókariokum. Vansmíð er það, að
texta bókarinnar er hvergi deilt á höfunda. Þeir eru kynntir lítillega
við upphaf hennar, en hvergi sagt, hvað hver þeirra lagði til málanna.
Vikingarnir eru glæstasta kynningarrit, sem við íslendingar eigum
um það skeið sögunnar, sem flutti forfeður okkar hingað til lands.
Björn Þorsteinsson.
Þórbergur Þórðarson: Einar ríki. 1. bindi. Fagurt er í Eyjum,
Helgafell, Rvík 1967.
Sjálfsævisögur eru venjulega áróðursrit í einhverjum skilningi og
þar með takmarkaðar að heimildagildi. Menn dæma sig með verkum
sínum, einnig sjálfsævisögunni, og fáir eru svo hreinskiptnir og heið-
arlegir að halda dómþing yfir sjálfum sér. Sjálfsævisagan er málsskjal,
þar sem söguhetjan reifar sjónarmið sín, gerir grein fyrir þvi, hvernig
hún vill, að aðrir menn líti á sig og verk sín, en þar með er því auð-
vitað ekki að heilsa, að það viðhorf sé hið eina rétta. Fáir Islendingar
hafa verið hispurslausari i frásögnum af sjálfum sér en einmitt Þór-
bergur Þórðarson, bókfærslumaðurinn á lifsstríð Einars Sigurðssonar.
En Einar segir fyrir, leggur fram málsskjölin. Þetta er hans bók, og
eitthvað liggur honum vonandi á hjarta annað en það að gæla við
minningarnar og njóta vinfengis við meistara Þórberg til þess að
troða sér inn I íslenzka bókmenntasögu. Þetta er bók fyrirheita, en
ekki efnda. Hún skilur við mömmudrenginn Einar Sigurðsson 16 vetra
innritaðan í Verzlunarskóla Islands. Þar kynnist hann Þórbergi, og
hefur síðan tignað meistarann á ýmsan hátt og stofnað nú með honum
endurminningafyrirtækið Einar ríki.
Frá kynnum þeirra Þórbergs segir ekki i bókinni, þar er sögu Einars
ekki komið svo langt. Og einskis vísari verður lesandinn um það,
hvernig hann eigi að verða ríkur. Hann kynnist tápmiklum og skyn-
úgum Eyjastrák, sem gerir út á polla og tjarnir, sennilega formanns-