Saga - 1968, Qupperneq 159
RITFREGNIR
155
nær skyldi sú stund renna upp, að söguritun vor nái til líðandi stundar,
en fjari ekki út einhvers staðar úti i hafsauga?
Annað bindið í ritflokki Þorsteins Thorarensens um menn og við-
burði báðum megin aldamótanna síðustu ber heitið Eldur í æðum.
Er þetta stór bók, hátt á fimmta hundrað blaðsiður í stóru broti, og
eftir því efnismikil, enda er viða við komið. Fjallar höfundur þar um
landshöfðingjatímabilið, en þvi hafði hann áður gert talsverð skil í
fyrri bók sinni, 1 fótspor feðranna, og hefur þann hátt á að segja frá þvi
í formi ævisagna. Eru þær sjö að tölu, og greina þær frá þeim Jó-
hanni Gunnari Sigurðssyni, Jóni Glafssyni, Thoroddsensbræðrum, Sig-
urði, Skúla, Þórði og Þorvaldi, og Þorsteini Eriingssyni. Er saga
Skúla langviðamest eða röskur helmingur bókarinnar, og er hún það
rækilegasta, sem um hann hefur verið ritað. Ekki gerir höfundur
neina sérstaka grein fyrir þessu vali sínu á sögupersónum, en titill
bókarinnar gefur til kynna, hvað fyrir honum vakir, að skrifa um þá,
sem áttu eld í æðum, þá sem risu upp úr umhverfi sínu og boðuðu ný
sannindi. Á kápu segir, að bók þessi sé saga islenzkra uppreisnar-
manna um aldamótin, en ekki get ég með góðu móti séð, að þeir
Sigurður og Þorvaldur Thoroddsen eigi heima I þeim flokki. Þeir
voru báðir brautryðjendur, hvor á sínu sviði, annar í náttúrufræði,
hinn í verkfræði, og áttu eins og aðrir slíkir litlum skilningi að mæta,
en uppreisnarmenn voru þeir ekki í þeirri merkingu, að þeir hrópuðu
pereat yfir ríkjandi háttum þjóðfélagsins eða vægju á nokkurn hátt
að rótum þess. Höfundur segir reyndar: „Þorvaldur var sjálfur aldrei
neinn uppreisnarmaður eins og Skúli bróðir hans, heldur vildi hann
halda frið við alla" (bls. 83). Annað mál er það, að saga þeirra
bræðra verðskuldar fyllilega, að hún sé skráð og henni á loft haldið.
Eg sakna þess á hinn bóginn að höfundur, skuli eigi fjalla um Þing-
eyinga, baráttu þeirra og félagssamtök, til dæmis með þvi að helga
Jakobi Hálfdánarsyni eða Jóni á Gautlöndum nokkurt rúm í bók sinni.
Bók Þorsteins er hin skemmtilegasta aflestrar, enda skrifar hann
fjörlega og hressilega, og er hann ófeiminn að láta álit sitt í ljós og
sparar þá ekki hin blæsterkari orð tungunnar, en ekki er stíll hans
þó með öllu hnökralaus. Myndir þær, sem höfundur dregur upp af
mönnum, viðburðúm og sögusviði, eru ljósar og lifandi, likt og maður
sjái allt fyrir sér í sjónhendingu, og er vart að efa, að hann hefur
numið frásagnarhátt sinn af fréttatækni nútimans. En það fer ekki
milli mála, að Þorsteinn Thorarensen kann að segja sögu. Að gömlum
og þjóðlegum sið kryddar hann mál sitt með heilum kvæðum og
vísum, en þær einar gætu fyllt dálítið kver. Mikill kostur er, að
höfundur gerir sér far um að meta menn og málefni í félagslegu
samhengi, og gefur.hann þannig sögu sinni merg og blóð, sem að
öðrum kosti hefði fallið sem ein brotlaus og faldlaus lygna frá upp-
sprettu að ósi. En þetta minnir á það, að Karl gamli Marx á enn
lærisveina. Annars þykir mér höfundur gera of mikið úr persónu-
legum viðhorfum manna og skýra eitt og annað út frá þeim. Hér hefur
það verið lenzka að skýra flest mannanna samskipti á þann hátt,