Saga


Saga - 1968, Síða 169

Saga - 1968, Síða 169
RITFREGNIR 165 hindri skilning á fræðigreininni. Aðrar greinar eru svo staðbundnar, að erlendar bækur eru lítt nothæfar. Þar á meðal jarðfræðin, sem skipar veglegri sess á námsskrá menntaskólanna íslenzku en i sam- svarandi skólum í flestum grannlöndum vorum. Þeim mun meir hefur á það reynt, að kennslubók í jarðfræði, sem ein hefur til þessa verið hér á landi til notkunar i æðri skólum, var skrifuð árið 1921, endur- skoðuð árið 1927, en hefur síðan verið prentuö óbreytt. Þessi bók, Ágrip af jarðfræði eftir Guðmund G. Bárðarson, var á sínum tima ágæt, en auðvitað löngu orðin úrelt. Jarðfræði Þorleifs leysir þvi úr brýnni þörf. Undirritaður hefur ekki þá þekkingu á jarðfræði, sem til þyrfti til að gagnrýna bókina (eða lofa hana) fræðilega, og fer því vel á þvi, að hann skrifi um hana ritdóm handa sagnfræðingum. En hann hefur kennt hana þann stutta tima, sem liðinn er frá útkomu hennar, og getur borið, að bókin er vel fallin til kennslu. Hefðbundið kennslubókarform í íslenzkum skólum er samanþjappað, eftir þýzk-skandinaviskri fyrirmynd. Nú er að verða breyting á gerð kennslubóka, bæði hér og víðar, likast til einkum fyrir áhrif frá enskumælandi þjóðum, og ekki sízt frá Bandaríkjamönnum, en kennslubækur þeirra eru oft heljardoðrantar, en liprar og þægilegar aflestrar. Jarðfræði dr. Þorleifs Einarssonar er að vísu víða saman- Þjappaðri en ýmsar nýjar erlendar kennslubækur, en hún er lipurlega samin og skemmtileg aflestrar. Dreg ég ekki í efa, að margir fleiri munu lesa hana sér til ánægju og fróðleiks en nemendur í skólum landsins. Til kennslu í hinum gömlu deildum menntaskólanna — stærðfræði- og máladeild — er bókin of efnismikil til að hún verði lesin í heild á þeim tíma, sem jarðfræðinni er ætlaður, en vandalaust er hverjum kennara að finna kafla eða hluta úr köflum, sem hlaupa má yfir eða lesa lauslega. Handa náttúrufræðideildum, sem nú er verið að stofna við flesta menntaskólana, er þessi bók sizt of efnis- mikil eða of löng. Bókin skiptist um efni í almenna jarðfræði og jarðfræði Islands og jarðsögu, sem raunar fléttast víða saman. Viða er að finna í henni fróðleik, sem ég vænti sagnfræðingum sé forvitni að kynnast, svo sem um breytingar á náttúru landsins eftir að sögur hófust, en höf- undur er flestum fróðari um þau efni. Raunar hygg ég, að margt sé fleira i almennri jarðfræði og jarðsögu, sem snerti sagnfræðinga sem slika. Helzt hef ég heyrt um það kvartað, að í bókina skorti töflur eða yfirlit, þar sem efni einstakra kafla sér dregið saman í grind, nem- endum og öðrum lesendum til hagræðis. Má vera, að höfundur sjái sér fært að koma til móts við lesendur í þessu efni i síðari útgáfum bókarinnar. Inngangur bókarinnar skýrgreinir starfssvið jarðfræðinnar og rek- ur stuttlega sögu hennar í heiminum og hér heima. Síðan hefst bókin á mjög áþekkan hátt og jarðfræði Guðmundar G. Bárðarsonar, með greinargerð um stöðu jarðar í geimnum, stærð hennar og gerð, en síðan er kafli um einkenni og gerð steintegunda. Munu þeir Guð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.