Saga - 1993, Page 16
14
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
félagi, en tilvist þjóðarinnar helgast síðan af sameiginlegu kerfi tákna
og viðhorfa.16
Þegnar þjóðríkja voru þar af leiðandi ólíkir þegnum einvaldsríkja á
tvennan hátt. í fyrsta lagi voru hinir fyrrnefndu, sem fullgildir með-
limir þjóðarinnar, handhafar fullveldisins. I þessu tilliti var pólitíska
þjóðin ein og óskipt,17 þ.e.a.s. allir sem töldust hafa fullan þegnrétt í
ríkinu áttu jafnan hlut í fullveldinu. í anda Rousseaus skyldu lögin
endurspegla almannaviljann, eða sameiginlegan vilja 'þjóðarinnar
allrar, um leið og þegnrétturinn krafðist þess að allir þeir sem töldust
til þjóðarinnar hlýddu skilyrðislaust þeim lögum sem þjóðin (eða full-
trúar hennar öllu heldur) setti sér. Af þessum sökum eru grunnreglur
og framkvæmd laga í þjóðríkjum eins í ríkinu öllu, hvar svo sem
þegnarnir búa innan þess eða úr hvaða stétt sem þeir koma. í öðru
lagi tilheyra allir þegnar þjóðríkisins einu og sama andlega samfélagi
- saman mynda þeir þjóðarsálina, svo notað sé hugtak sem var mjög í
tísku á síðustu öld og fyrri hluta þeirrar 20. Þjóðríkið ber því ábyrgð á
andlegri velferð þegna sinna og erfði þannig á vissan hátt það hlut-
verk sem kirkjan hafði áður. Flest þjóðríki leggja því mikla áherslu á
menntun þjóðarinnar (eða þykjast a.m.k. gera það), vegna þess að
hátt menntunarstig einstaklinganna eflir „þjóðarandann", um leið og
skipulagt menntakerfi er undirstaða þess að allir þegnarnir læri að
virða, meta og þekkja þau tákn sem teljast sameina þjóðina.
Jafn viðamiklar breytingar og hér um ræðir gengu vitanlega ekki
þrautalaust fyrir sig. Fjarlægð frá miðstjórnarvaldinu hafði gefið
„frumstæðum" bændum talsvert vald yfir því hvernig þeir ráðstöf-
uðu lífi sínu og eignum, auk þess sem menningarheimur jaðarsvæða
og jaðarhópa var oft mjög ólíkur því sem gerðist hjá ráðandi öflum í
hinum nýju þjóðríkjum. Barátta gegn sívaxandi kröfum ríkisvaldsins
16 A. Giddens, Thc Nation-Slate and Violence, 116. Írsk-bandaríski stjórnmálafræðing-
urinn Benedict Anderson nefnir þjóðina ímyndað samfélag og eru hugmyndir
hans ekki fjarri skilgreiningu Giddens, sbr. B. Anderson, hnagined Communities.
Reflections on the Origin and Spread of Nationalism (London: Verso, 1983).
17 Það skal tekið fram að eignarrétti fullveldisins er aldrei dreift jafnt á meðal þeirra
sem teljast þegnar þjóðríkjanna, þ.e. sá hópur einstaklinga sem hefur rétt til að
hafa áhrif á lagasetningu er ávallt smærri en sá hópur sem þarf að lúta lögunum.
Öll nútíma lýðræðisríki útiloka t.d. börn frá stjórnmálaþátttöku og fyrr á tímum
gilti sama um konur og oft um ákveðna hópa karla, s.s. vinnumenn og eignalaust
verkafólk.