Saga - 1993, Qupperneq 18
16
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
búnaöarlögum þegar á fyrstu fundum hins endurreista alþingis.20
Þegar til kom reyndust lögin langþráðu boða færri nýjungar en sumir
höfðu vænst. Þannig var 14. gr. laganna, þar sem fjallað var um eign-
arrétt á reka á leigujörðum, nær samhljóða því sem fyrirskipað var í
rekabálki Jónsbókar. I greininni var skýrt kveðið á um að landeigandi
ætti allan rekavið, nema þegar sérstaklega var samið um annað, og
var leiguliða þar að auki ætlað „að hirða við þann, er rekur, fyrir
landsdrottinn, og marka viðarmarki hans", eins og segir í lögunum.
„Skal hann gjöra þetta sem sjálfur hann ætti, og draga úr flæðarmáli,
svo eigi taki út aptur." Eina undantekning þessarar reglu var sú, að
landsetar máttu að öllu jöfnu slá eign sinni á „álnarlöng kefli og það-
an af smærri", eða smáspýtur sem ekki tók að gera rellu út af, jafnvel
ekki í timburlausu landi.21
Ekki virðist Páll Briem hafa setið lengi í embætti sínu er honum
bárust spurnir af ýmissi óreglu í meðferð reka í austasta hreppsfélagi
sýslunnar, Austur-Eyjafjallahreppi, sem var jafnframt það sveitarfélag
sem lengst var frá hefðbundnu aðsetri sýslumannsins í Rangárvalla-
sýslu.22 Grunurinn var staðfestur strax á fyrsta degi réttarrannsóknar,
sem hófst að Þorvaldseyri um miðjan nóvember árið 1890, en þá bar
bóndinn í Berjanesi, um leið og hann tók fram að hann hefði sjálfur
aldrei stolið rekaviði, að hann færi „s.s. 3svar í mánuði í fjöru ... til að
safna sílum og þorskhausum." Sagðist hann „þá oft hafa mætt mönn-
um á annarra fjörum" og viðurkenndi að sjálfur hafi hann tekið síli úr
Steinafjöru sökum svengdar.23 Allt stríddi þetta gegn laganna bókstaf,
og var rannsóknum því haldið áfram og stóðu þær með nokkrum
hléum í meira en hálft ár. Beitti sýslumaður óspart þeim þvingunar-
aðgerðum sem hann réð yfir og menn voru dæmdir í gæsluvarðhald
vikum saman og fjöldi bænda var kyrrsettur í sveitinni í meira en eitt
20 Lög um réttindi og skyldur landsdrottna og leiguliða voru lengi í undirbúningi,
en þegar á 2. þinginu, árið 1847, sagði einn þingmaður að „nú [væri] verið að
semja eður endurbæta iandbúnaðar lögin yfir höfuð, og munu [þau] því að líkind-
um bráðlega verða lögð fyrir alþing..." Tíðiiuii frá Alþingi ísleitdinga (1847), bls. 61.
Slík lög voru þó ekki samþykkt fyrr en árið 1883.
21 „Lög um bygging, ábúð og úttekt jarða." Stjórnartíðindi fyrir Island A deild (1884).
Lög nr. 1,12. jan. 1884.
22 Páll bjó lengst af í Árbæ í Holtum. Fyrirrennari hans, Hermanníus E. Johnsson bjó
á Velli í Hvolhreppi.
23 ÞÍ, SkSS, Rang., V.17. Dóma- og þingbók Rangárvallasýslu, 13. nóv. 1890.