Saga - 1993, Qupperneq 22
20
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Spurningar í ætt við þessa höfðu lengi vafist fyrir íslensku bænda-
fólki. Þannig kvörtuðu íbúar Suður-Múlasýslu sáran yfir því í bænar-
skrá til alþingis árið 1847 að prestar þar í sýslu neyddust til að gefa
einstaklinga saman í hjónaband sem „þeir og aðrir hreppsbúar töldu
óhæfa til þess". Vandamálið 'var að lögin gáfu enga heimild til að
meina mönnum að giftast „sem eru efnalausir og vantar jarðnæði, og
að öðru leyti eru óefnilegir, vegna siðferðis eða heilsubrests til hjú-
skapar". Þetta óheillaástand var tiltölulega nýtilkomið, hélt bænarskráin
áfram, því að þó svo að lögin væru ekki ný af nálinni, „hafa forstjórar
hverrar sveitar [til skamms tíma] reynt að bæta úr því, er lögin brast,
eða ekki látið sitt eptir liggja, að telja úr og tálma þeim hjónaböndum,
er þeim þóktu óbjargvænleg ...",34 Hér voru bændur því að kvarta
yfir að þeim leyfðist ekki lengur að brjóta lögin í friði fyrir dóm-
stólum, og fóru því fram á að lögum um öreigagiftingar yrði breytt til
„betri vegar".
Þó að bændum hafi ekki alltaf fundist nein frágangssök að brjóta
lög sem þeim þóttu óréttlát, var stefna þeirra þó oftast sú að reyna
annaðhvort að sveigja lögin til þess sem þeim fannst „rétt" stefna, eða
a.m.k. sníða þau þannig að sveitarstjórnum veittist sem víðtækastur
réttur til ákvarðana í þeim málum sem snertu innra starf sveitanna
beinlínis. Þingmenn snerust til dæmis öndverðir gegn stjórnarfrum-
varpi um lögreglusamþykktir í kaupstöðum árið 1885, þar sem ráð
var fyrir gert að amtmenn, í samráði við landshöfðingja, settu reglur
um almennt velsæmi, hreinlæti og skipan lögregluliðs í þéttbýli.
„Aðrar samþykktir," benti séra Jakob Guðmundsson á í þessu sam-
bandi, „svo sem fiskveiðasamþykktir og samþykktir um notkun af-
rétta, byrja að neðan og halda svo upp á við, frá hreppsnefndum og
sýslunefndum til amtmanna." í frumvarpinu um lögreglusamþykktir
var þessu öfugt farið, þar sem nú átti valdboðið að koma að ofan.
Þetta þótti Jakobi ótækt, því að úr „þessu myndast sjálfræði að ofan,
þar sem hinar neðri stjórnir eru aðeins ráðgefandi."35
34 Skjalasafn Alþingis. Alþingismál. Dagbók Alþingis, 1847, nr. 114. Baldvin Einars-
son gerði ráð fyrir því í Ármanni á Alþingi að hreppstjórar gætu meinað óefnilegu
fólki giftingar, þó svo að lög frá 30. apríl 1824 leyfðu öllum öðrum en þeim sem
skulduðu fátækrastyrk að ganga í hjónaband. Ármnnn á Alþingi 1 (1829), bls. 44, og
Lovsamling for Island 8. bd. (Kaupmannahöfn, 1858), bls. 537-544.
35 Alþingistidindi (1885), A, d. 14-15.