Saga - 1993, Qupperneq 23
„KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐl NOKKUÐ ...?"
21
Alþingi beitti sér oft gegn slíku sjálfræði að ofan, sem það áleit bæði
takmarka um of rétt smærri eininga til að ráða sér sjálfar og gera
framgang réttlætisins of dýran í hinum dreifðu byggðum landsins.
Þetta kom skýrt fram í deilum þings og stjónar vegna ákvæða í frum-
varpi til nýrra hjúalaga árið 1861, þar sem stjórnvöld fríuðu vinnuhjú
sem komin voru af barnsaldri undan húsaga. Þetta var gert m.a.
vegna ábendingar stiftamtmanns, en „eptir hans áliti", eins og sagði í
ástæðum með stjórnarfrumvarpinu, er „eitthvað mjög hneykslanlegt í
því og særandi fyrir velsæmistilfinning manna, að húsbóndinn skuli
hafa lagarétt til að refsa með vendi eða kepp fullorðnum hjúum sín-
um Húsagi var hluti af uppeldi, taldi stjórnin, og því skyldi ein-
ungis börnum refsað af húsbændum á meðan fulltíða hjú yrðu ein-
ungis typtuð af opinberum dómsstólum.36 Þessum rökum hafnaði
þingið algerlega, í og með vegna þess að þingmenn drógu landamæri
fullorðinsáranna á annan hátt en ríkisvaldið,37 en einnig vegna þess
að það taldi ómögulegt að skikka heimilin til að lúta forsjá ríkisvalds-
>us í þessu efni. Frelsi einstaklinga yrði að beygja sig undir nauð stað-
feynda, þar sem fyrir vinnuhjú og húsbændur yrði það „yfrið kostn-
aðarsamt, eptir því sem hér hagar til, að leita réttar síns, einkum í
þeim sveitum, sem liggja langt frá aðsetursstað hlutaðeigandi sýslu-
uianns ...", eða svo fullyrtu þeir félagar Jón Guðmundsson alþingis-
forseti og Benedikt Sveinsson framsögumaður þingnefndarinnar sem
fjallaði um málið í bréfi til konungs.38 Ómögulegt væri því að fella hjú
undir almennt refsivald ríkisins, enda voru flestir greinilega sammála
Páli Sigurðssyni bónda í Árkvörn þegar hann taldi það ekkert tiltöku-
mál þó bændur „slái í" hjú sín fyrir margítrekaða vanrækslu á skyldu-
Verkum, hvort sem það væri af „gáleysi eða þvermóðsku ...". Slíkt
væri einfaldlega alsiða „samkvæmt öllum húsbændarétti."39
Eitt skýrasta dæmið um þennan anga í pólitískri vitund íslendinga
birtist í aðgerðum og málflutningi Skagfirðinga um miðja 19. öld, sem
36 Tidiudi frá Alþingi ísiendinsa (1861), viðb. A, bls. 20, og (1863), fyrri partur, bls.
21-22.
32 Sbr. Guðmundur Hálfdanarson, „Individuals, Class, and Nation: Political Culture
and Cultural Politics in Nineteenth-Century Iceland." Fyrirlestur fluttur á 22.
Þingi
norrænna sagnfræðinga um aðferðafræði sagnfræðinnar á Laugarvatni í
ágúst 1991.
38 Tíðindi frá Alþingi íslendinga (1861), bls. 1765-1766.
39 Snmarit, bls. 1163.