Saga - 1993, Page 24
22
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
náðu hámarki með svokallaðri Norðurreið árið 1849. Þá reið hópur
búandkarla og vinnumanna úr Skagafirði ásamt nokkrum hópi kollega
sinna úr Hörgár- og Oxnadal til Friðriksgáfu á Möðruvöllum, þar sem
þeir hrópuðu af Grím Jónsson, amtmann Norður- og austuramtsins.40
Boðskapur bændanna var að hluta til byggður á persónulegri óvild í
garð embættismannsins, en þeim fannst hann bæði stærilátur og
óþarflega ölkær.41 En í málflutningi þeirra birtist þó einnig skírskotun
til þeirra almennu viðhorfa til ríkisins sem hér hafa verið gerð að
umtalsefni. Þannig voru Skagfirðingar, líkt og margir landar þeirra
um þær mundir, greinilega óánægðir með ýmiss konar agaleysi í
sveitum sem lýsti sér m.a. í því að „lausamenn fá sumstaðar að vaða
uppi, ónytjungar, svallarar og öreigar að ná hjónaböndum, til íþyngsla
hreppunum ...", eins og sagði í áskorun Hjaltdælinga til þjóðfundar.
Astæðu þessarar óheillaþróunar var ekki síst að leita í slælegri
frammistöðu embættismanna, sem hafa „haft þjóðarinnar rétt í hendi
sér [og] fært sig, einstakir þeirra, meir og meir uppá markið með em-
bættislaun sín og nokkurs konar einveldisbrag, og skákað því hróks-
valdi, að embættisaðgjörðir þeirra stæðu einungis undir stjórnarráð-
unum og hæstarétti ,..".42 Lausnin var einföld, a.m.k. ef dæma má af
bænarskrá sem Skagfirðingar sendu alþingi árið 1849. Styrk sveitar-
stjórn var undirstaða góðrar reglu, sögðu bænarskrárritarar, og fóru
þeir því fram á ný sveitarstjórnarlög, þar sem kjörnar hreppsnefndir
kæmu í stað hreppstjóra sem voru tilgreindir af konungsvaldinu.
Þangað til landið losnaði úr viðjum erlendrar stjórnar, væri „líklegast
... að þvílík sveitarstjórn mætti verða bæði fótur og stytta sérhvörs
æðra og yfirgripsmeira stjórnarráðs er landið kynni síðar að eign-
ast."43
40 Um Norðurreiðina, sjá Ólafur Oddsson, „Norðurreið Skagfirðinga," Saga 11
(1973), bls. 5-73, og Guðmundur Hálfdanarson, „íslensk þjóðfélagsþróun á 19.
öld." I Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson, ritstj., íslensk þjóðfélags-
þróun 1880-1990 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun og Félagsvísindastofnun H.Í., 1993).
41 Gísli Konráðsson, Æfisaga Gísla ens fróða Konráðssonar. Sögurit VIII (Reykjavík:
Sögufélag, 1911-1914), bls. 230.
42 „Áskoran til þjóðfundarins frá nokkrum Hjaltdælingum rituð í maí 1850." Hand-
ritadeild Landsbókasafns. Lbs. 200 fol. Sbr. Skjalasafn Alþingis. Alþingismál. Dag-
bók Alþingis, 1853, nr. 317.
43 Skjalasafn Alþingis. Alþingismál. Dagbók Alþingis, 1849, nr. 206.