Saga - 1993, Side 27
KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐ] NOKKUÐ ...?"
25
og í meðferð eigna sinna.50 Markmiðið var að ríkið yrði stofnun sem
efldi dáð einstaklinganna og getu þeirra til að starfa í nútímasamfé-
lagi, um leið og það semdi og lögmætti samræmdar reglur í samskipt-
um manna á milli innan þess svæðis sem vald þess náði til. Hins veg-
ar voru margir sem töldu slíka miðstýringu óæskilega, enda ógnaði
hún beinlínis því þjóðlega bændasamfélagi sem verið hafði við lýði á
Islandi í aldaraðir. Island var land hinna dreifðu byggða, taldi Jón
Sigurðsson bóndi í Tandraseli í Mýrasýslu á þjóðfundi, og því fannst
honum að það yrði „meiri hagur fyrir land og lýð, að efla sem mest
lausakaupmennina, því þá færist ábatinn fremur upp í hvern fjörð og
dal og sveit, en efla einstöku vissa verslunarstaði, og þróa þannig
staðalífið, sem hér á ekki við byggðarlag eður landslag ..."51 Þessi
skoðun tengdist beinlínis áhuga manna á að færa valdið sem mest í
hendur sveitarfélaga og heimila, enda er skilyrði virkrar miðstýringar
að til sé í landinu viðurkennd miðstöð eða höfuðstaður.
Baráttan um miðstýringu og valddreifingu var ekki ný í íslenskri
sögu. A Islandi hafði gætt svipaðrar þróunar og í nágrannalöndunum
á 18. öld, þar sem einvaldir konungar brutu niður á skipulegan hátt
sjálfstæði héraða í ríkjum sínum.52 Einangrun landsins og fátækt hafði
bæði takmarkað möguleika Danakonungs á því að hafa áhrif á íslandi
°g áhuga hans á að leggja út í þann kostnað sem fylgir virkri mið-
stýringu - ekki síst í þeim málum þar sem hagsmunir miðstjórnarinn-
ar og embættismannanna á íslandi stönguðust á.53 Vaxandi vald ríkis-
ms a Islandi á því sviði sem franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu
kallar „táknrænt vald" (pouvoir si/mbohqtte), en með því á hann við
réttinn til að lögmæta samfélagsskipanina, sem felst til dæmis í rétt-
mum til að veita löglega titla og lögmæta starfsgreinar í samfélaginu,
varð þó áberandi er einveldið hafði fest sig verulega í sessi.54 Gott
öæmi um slíkt var þróun læknaskipunar á íslandi á 18. og 19. öld,
sem Loftur Guttormsson hefur kannað í tengslum við sögu uppeldis á
go ^töjndifrd þjóðfundi íslendinga (1851), bls. 126.
Sjá Alexis de Tocqueville, L'Ancien réeime et la revolution (París: Michel Levy fréres,
1856).
^ Sbr. Harald Gustafsson, Mellan kung och alltnoge - ambetsman, beslutsprocess och
54 'n^ytan^e 1700-talets Island (Stokkhólmi: Almquist och Wiksell, 1985).
P- Bourdieu, „Sur le pouvoir symbolique," Annales: ESC 32 (Maí-júní, 1977), bls.
405-411; og „Espace social et pouvoir symbolique," í Choses dites (París: Les
Editions de Minuit, 1987), bls. 147-166.