Saga - 1993, Síða 28
26
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
upplýsingaröld.55 Með uppbyggingu læknisþjónustu á íslandi tók rík-
ið ekki einasta að sér þjónustu sem það hafði lítið sinnt fram að því,
heldur krafðist einokunar bæði í veitingu starfsleyfa til lækna og í
menntun læknisefna. Þetta var gert undir merkjum vísindalegrar
þekkingar og framfara, þ.e. í þeirri trú að háskólamenntaðir læknar
tækju „skottulæknum" fram í lærdómi og hæfileikum. Ekki var al-
menningur alltaf sammála þessu áliti, enda var þekking lærðra lækna
vart á það háu stigi á 18. öld að búast mætti við umtalsvert betri árangri
af aðgerðum þeirra en kukli „heppinna" skottulækna.56
En í raun snerust deilur ríkisvaldsins og andstæðinga læknaskipun-
arinnar alls ekki um þekkingu lækna fyrst og fremst, heldur um hlut-
verk ríkisins og rétt þess til að segja fólki fyrir verkum. Hvað hafði
ríkið með það að gera að neyða einstakling að leita til eins læknis og
banna honum að fara til einhvers annars sem hann treysti betur? Eða,
eins og Benedikt Kristjánsson alþingismaður og prófastur Þingeyinga
benti á í umræðum um smáskammtalækningar á þingi árið 1879, væri
það nokkuð „ósæmilegra að treysta þeim mönnum, sem bæru homöo-
pötum góðan vitnisburð betur en kerlingasögum úr öðrum heimsálf-
um ...".57Nútímaríkið hafnar slíkum rökum, því að alveg eins og það
krefst einokunar á lögmætu ofbeldi, þá krefst það einnig einokunar á
hinu „táknræna ofbeldi", svo ég leiti aftur í hugtakasmiðju Pierres
Bourdieus. Það eitt getur vitnað um hver telst hæfur sérfræðingur og
hver ekki, og því mati ber þegnunum að hlýða hvað svo sem þeim
sýnist. I þjóðfélagi okkar er einokunarréttur ríkisins til slíkrar flokk-
unar einstaklinga almennt viðurkenndur, þannig að það er orðið eins
konar „seðlabanki sem tryggir öll skírteini."58
Tilvist nútímaríkisins byggist einmitt á slíkri viðurkenningu. Án
hennar getur það ekki staðist, af því að jafnvel hið miðstýrðasta ríki
nútímans getur ekki beygt þegna sína nauðuga til lengdar. Samstarf
55 Loftur Guttormsson, Uppeldi á upplýsingaröld. Um hugmyndir lærdömsmanim og htítt-
erni alþýSu (Reykjavík: Iðunn, 1987), bls. 29-36.
56 Deilur um læknisskipanina og einokun ríkisins í veitingu læknisleyfa voru ekki úr
sögunni á síðari hluta 19. aldar sem sást m.a. í samþykkt alþingismanna á lögum
árið 1879 sem leyfðu hómópötum að starfa á íslandi ef þeir fengju til þess leyfi yf-
irvalda. Alþingistíðindi (1879), II. bd., bls. 149-174. Lögin fengust ekki staðfest af
konungi.
57 Sama rit, bls. 167.
58 P. Bourdieu, „Espace social," bls. 162.