Saga - 1993, Qupperneq 30
28
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
a.m.k. eins lengi og elstu menn mundu.60 En samkvæmt minni elstu
manna var ríkið líka sveigjanleg stofnun og fjarlæg, ekki síst í fátækri
sveit eins og Eyjafjallasveitin óneitanlega var á síðari hluta 19. aldar.
íbúar sveitarinnar bjuggust við litlu frá stjórnvöldum, enda ekki vanir
miklu, og ætluðust til þess í staðinn að fá að leysa sín innri málefni án
afskipta frá opinberum embættismönnum.61
I nútímaríkinu leyfist ekki slíkt frelsi einstakra héraða, af því að
frelsi einstaklinga byggist á því að öll þjóðin lúti þeim lögum og regl-
um sem ríkið lögmætir. Hlutverk ríkisins er einmitt að setja, sam-
ræma og framfylgja slíkum reglum. Smátt og smátt hafði þessi „skyn-
semi ríkisins", raison ci'Etat, haft betur gegn efasemdum „fáfróðra"
bænda, hversu óskynsamleg sem þeim fannst annars stefna ríkisins í
einstökum málum. Svo litið sé aftur til Eyjafjallamála, þá byggðist
sigur ríkisins ekki síst á því að þeir sem urðu fyrir barðinu á réttlæti
Páls sýslumanns viðurkenndu innst inni réttmæti aðgerða hans. í stað
þess að hafna grundvelli ríkisvaldsins, í stað þess að hafna þeirri
heimsmynd og skynjun sem Páll stóð fyrir, beindu þeir óánægjunni
eingöngu gegn fulltrúanum sem gekk erinda kerfisins. Og í viðskipt-
um sínum við hann fóru þeir eftir löglegum leiðum, ef undan eru
skildar hótanir um ofbeldisverk. Þannig leituðu þeir ásjár yfirmanna
Páls þegar þeim fannst aðgerðir sýslumanns stefna efnahag sveitarinn-
ar í voða og fengu vitanlega lítið út úr því annað en vinsamlega
ábendingu um að sýslumaður hafi aðeins verið að sinna skyldu-
verkum sínum.
Þegar á allt er litið virðist aðstaða bændanna hafa verið næsta von-
laus. Gegn þeim stóð ekki aðeins ríkisvaldið sameinað, heldur einnig
framvinda hinnar sögulegu þróunar. Ríkiskerfið íslenska hafði fyrir
löngu sýnt mörg af þeim einkennum sem fylgja „nútímanum", a.m.k.
eins og Anthony Giddens skilgreinir hann.62 Samkvæmt honum er út-
60 í minningum sínum um Eyjafjallamálin telur Sigurður Halldórsson í Skarðshlíð,
að alsaklausir bændur hafi verið ofsóttir af sýslumanni þó svo að fyrir liggi ótví-
ræðar játningar manna um hið gagnstæða. Sjá „Austur Eyjafjallamálin," DV, 21.
maí 1983, og Sigurð Líndal, „Austur Eyjafjallamálin - eða vinnubrögð blaðamanns."
61 Svipuð afstaða til ríkisins er þekkt víða, ekki síst á fátækum jaðarsvæðum, sbr.
T.J.A. Le Goff og D.M.G. Sutherland, „The Revolution and the Rural Community
in Eighteenth-Century Brittany," Past and Present 62 (1974), bls. 96-119.
62 Hér á eftir er byggt á Anthony Giddens, The Consequences of Modernity (Stanford:
Stanford University Press, 1990).