Saga - 1993, Blaðsíða 31
„KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐ] NOKKUÐ ...?
29
víkkun félagstengsla eitt helsta einkenni nútímans, þar sem mannleg
samskipti fyrr á tímum byggðust á takmörkuðum hreyfanleika og
persónulegum tengslum. I samfélögum fortíðarinnar skipuðu hefðir
háan sess, þar sem fortíð og framtíð tengjast órjúfandi böndum. Með
nútíma samgöngum og tækni hafa staðbundin félagstengsl rofnað,
um leið og samskipti yfir langan veg, við fólk sem við hvorki þekkj-
um né skiljum, skipta æ meira máli. Þessu hefur ekki aðeins fylgt ný
samfélagsskipan, heldur hefur skynjun einstaklinga á tíma og rúmi
breyst, þar sem nú hafa rofnað þau órjúfanlegu bönd sem áður
tengdu stað og stund. Nú mælum við tímann með vélum, nákvæm-
tega samstilltum um allan heim, á meðan áður var miðað við eykta-
^nörk, eða samspil sólar og landslags. I raun er alheimsríkið rökrétt
niðurstaða þessarar þróunar, eða ríki þar sem kerfi hefða og stað-
bundinna aðstæðna eru samræmd á svipaðan hátt og tíminn, og þar
sem samskipti fara fram eftir sömu reglum um heim allan. Vandi er
að spá um hvað framtíðin ber í skauti sér í þessu efni, en enn sem
komið er hefur þjóðríkið verið það ríkisform sem nútíminn hefur val-
ið sér - eða sem hefur valið nútímann. Þegar við notum hugtakið
þjóðfélag (society) nú um stundir, eigum við greinilega við þjóðríkið,
óendir Giddens á, ríki sem á sér vel skilgreind landamæri þótt það og
þeir einstaklingar sem mynda það séu einnig þátttakendur í neti sam-
skipta sem ná langt út fyrir mörk stjórnskipunarinnar.63
Aðrar breytingar sem voru að gerast á íslensku samfélagi á þessum
b'ma stefndu í sömu átt. Á síðari hluta 19. aldar gróf kapítalískur
vinnumarkaður, þar sem eignalaust launafólk seldi vinnu sína á
"frjálsum" markaði, endanlega undan efnahagsskipulagi bændasam-
^-Iagsins. Einnig má líta á þróun læknaskipunar á íslandi sem dæmi
una það traust sem þegnar í nútímasamfélögum bera til sérfræði-
þekkingar, en slíkt er ein helsta undirstaða nútímasamfélagsins að
mati Giddens.64 Hvar sem við förum, og jafnvel þó svo við förum
ekki neitt, neyðumst við til að treysta á kunnáttu ánnarra og færni á
Þeim sviðum þar sem þeir eru sérfræðingar en eru okkur lokuð bók.
Slíkir menn eru ekki alltaf traustsins verðir, en í því samfélagi verka-
®kiptingar sem við búum við í dag yrði lífið óbærilegt ef við legðum
þa& ekki í hendur þeirra.
t ^’^úens, The Consequences of Modernity, bls. 12-13 og 65-78.
Sama rit, bls. 27-29,83-88 og víðar.