Saga - 1993, Page 45
HART HRÍS GERIR BÖRNIN VÍS"
43
sá einn valinn corrector (eftirlitsnemi) um refsinguna."1 Nemendum
var bannað að tala móðurmál sitt í tímum. Refsingin fyrir að tala
móðurmálið var þrjú högg á axlir.
Piltur, sem kom upp um félaga sína, gat fengið umbun, jafnvel
losnað við áunna refsingu. Ekki var hægt um vik fyrir pilta að bera
sig upp við foreldra. Þegar þeir komu aftur í skólann og vitnast hafði
að þeir hefðu klagað beið þeirra enn meiri barsmíð. Ef þetta endurtók
sig máttu þeir búast við brottrekstri.
Örvænting skólapilta gat orðið slík að þeir réðust á kvalara sína í
ofsareiði. Hinn 2. júlí 1570 var heyrari við latínuskólann í Björgvin,
Henrik Arnesen, stunginn með hníf í brjóstið af nemanda, Pnaske að
oafni, og beið hann samstundis bana. Paaske var líflátinn fyrir afbrot
sitt.22
í latínuskólunum á íslandi voru eftirfarandi brot algengust.
1 • Incomptus et illotus ad preces (mætti óþveginn og ógreiddur til morg-
unbæna).
2- Turbavit ordinem (truflaði reglu við kirkjugöngu).
3- Risum movit inter preces os ringendo secjue in scamno iactando (vakti
hlátur við guðþjónustu með því að geifla sig og færa sig upp og
niður á bekknum).23
Jón Steingrímsson, sem var í Hólaskóla 1744-50, segir í ævisögu sinni.
"Eitt sinn var ég flengdur í skóla vegna kunnáttuleysis, sem þó var af
°f miklum vökum, og í annað sinn vegna hláturs í kirkjunni af
hneykslanlegum hlut, svo mig henti þar engin slys. “4 Ef yfirsjónir
v°ru létvægar skipaði skólameistari skólapilti að rétta fram hendur
°8 sló hann síðan á aðra hönd piltsins, á 16. og 17. öld með pálma-
stiku en síðar með vendi.25
Sjá Philippe Ariés 1979. Cenluries ofChildlwod, 249-50.
oo Vilhelm Bang 1892,89. _ ,
23 Sigfús Blöndal 1935, 76; Hallgrímur Scheving 1907-15. „Frá Hólaskóla". Safn lil
$ö'8u íslands IV, Kh. og Rv.,91.
24 Jon Steingrímsson 1945. Æfisaga síra Jóns Steingrímssonar eftir sjálfan hann. Rvík, 58.
25 Hallgrímur Schevine 1907-15. „Frá Hólaskóla". Safn til Sögu íslands IV. Kh. og
Rv.,'91. b