Saga - 1993, Page 50
48
GUÐLAUGUR R. GUDMUNDSSON
uppdrætti sem til er af Skálholtsstað frá 1784 er dýflissa sýnd vestan
við löngugöng og er ekki útilokað að skólapiltar hafi verið lokaðir þar
inni þótt heimildir vanti um það.35
Itarlegar lýsingar á kennsluaðferðum og refsingum í Skálholtsskóla
og Hólaskóla liggja ekki á lausu. Sá kennari sem kenndi lengst í Skál-
holtsskóla, Olafur Jónsson (1659-88), var sagður alvarlegur og siða-
vandur en þó eigi hótfyndinn eða afundinn. I Skólameistarasögum seg-
ir: „Hann var frómur og réttorður, og því hataði hann og straffaði, án
alls manngreinarálits, öll strákapör, spott, leti og forakt við yfirboðna,
hvort ríkur eður fátækur, höfðingjans eður aumingjans sonur átti í
hlut."36
I ævisögu Páls Vídalíns, sem var skólameistari í Skálholti 1690-96,
er ágæt lýsing á kennslu- og refsiaðferðum hans:
I áminningum við þénara sína hafði hann þá aðferð, að hann
skriftaði þeim með orðum mest, og var ærið sáryrtur, en sló þó
sjaldan, nema fyrir leti og óknytti, en sjaldan fyrir lærdóm
þeirra, nema ef leti gengi að þeim og hirðuleysi, en vandaði
um við hina þénara hans með hægri oröum og þéttyrðum, er
voru hjá honum fyrir kaup eður laun, og líkuðu sumum miklu
miður sáryrði hans en höggin. Þá hann refsaði unglingum með
vendi hætti hann, þá þeir hljóðuðu, en þá hann var skólameist-
ari, sagðist hann ei hafa gefið piltunum fleiri en tvær eður fjór-
ar pálmastikur eður mest sex; kvað það óþarfa, því hendurnar
væru þá orðnar dofnar.
Aðferð að kenna unglingum. Eigi straffaði hann börn fyrir
tornæmi, heldur kunni manna best að leita til hófanna og laga
kennsluna eftir þeirra höfði. Hann sagði, að skólameistari yrði
fyrst að þekkja höfuð - það er næmisgáfur - sinna kennslubarna
og gæti ei vel kennt fleirum en sex í einu, ef vel skyldi vera.
Hann lastaði þá miklu barsmíð og sagðist hafa brúkað hana í
fyrstunni, þá hann var orðinn skólameistari, en hætt henni, þá
hann sá, að hún gerði ei annað en truflaði þá, og sagði dæmi
um nokkra, sem Jónas Gam, er síðan varð rektor í Næstved í
35 Húsaskipun í Skálholti 1784. Teikning í Landsbókasafni. M. a. birt í Mynáum úr
menningarsögu íslands á liðnum öldutn. Útgefendur Sigfús Blöndal og Sigurður Sig-
tryggsson. Rvík, 192.
36 Jón Halldórsson 1916. Skólameistarasögur, 152-53.