Saga - 1993, Side 52
50
GUÐLAUGUR R. GUÐMUNDSSON
Sælandi og áður var lengi heyrari í Mariæboe, er Þórður Vída-
lín Þorkelsson barði áður. Eins um séra Magnús Ketilsson;
hann hefði aldrei kunnað utan að lectíu sína, en gjörði sæmi-
legan stíl og varð að fletta upp bókinni, þá hann átti að gefa
reglur; og so voru dæmi um fleiri, so hann straffaði ógjarnan
börn, nema fyrir strákskap, en aldrei fyrir meinlausan Ieikara-
skap, heldur jafnvel skipaði þeim að glíma og leika sér og
sagði stundum þeim aðferðina á ýmsum leikum, er þar voru
margir í frammi hafðir, eins og hvað réttast væri, þegar þá
ágreindi í tafli eður skák...
Þá hann gekk á drengi um óknytti, setti hann á þá augun og
stóðust sumir það ei, einkum þá hann var reiður, og þótti þau
heldur hvöss; yfirheyrði þá gaumgæfilega og grandvarlega, og
að fundinni sök þeirra, féllu þeim ströffunarsáryrði hans
miður en höggin; legði hann sjálfur refsing á þá, hætti hann,
þá þeir hljóðuðu, en það voru helst þeir, er læra skyidu.37
Gísli Konráðsson lýsir pálmadiku í þætti Latínu-Bjarna og líklegast er
hún sama refsitólið og pálmastika. Bjarni Jónsson var fæddur 1706 og
fór í Hólaskóla á dögum Steins biskups Jónssonar:
Þá var þar brúkuð pálmadika bæði á góma og hnéskel, skóla-
sveinum til refsingar, þá þeir misbrutu nokkuð; átti blóð að
stökkva fram undan nöglum, en sagt er, að öllu verri þætti
þeim hún þó á hnéskel. En fyrir því að Bjarni þótti brögðóttur
snemma, þá föluðu sveinarnir að honum, og hétu gjaldi fyrir,
ef hann feingi með einhverju bragði komið í veg fyrir þessa
venju. Bjarni sagði þá að gæta skyldu þeir þess vandlega, ef að
sér yrði svo refst, að grípa sig strax er hann æpti; hétu þeir
góðu um það; leið eigi langt, áður Bjarni vann sér til refsingar.
Það var þá títt í skóla, að sveinar margir voru í línbrókum næst
sér, er náðu ofan fyrir hnéskelina, undir sokkaband. Nú vissi
Bjarni, að sér mundi refst með þessum hætti, því meira braut
hann en minna; kom hann þá áður hveitibrauðsloki ofan yfir
hnéskelina, undir brókina, en skólasveinar skyldu þegar hlaupa
til og bera hann til rekkju sinnar, ef hann væri sleginn. Nú er
Bjarna var refst á hnéskelina, heyrðu menn að eitthvað brotn-
37 Jón Ólafsson 1950. „Um þá læröu Vídalína". Mcrkir Íslí’miingnr IV, 134-36.