Saga - 1993, Page 53
„HART HRÍS GERIR BÖRNIN VÍS'
51
aði í hné honum; var það brauðlokið; æpti Bjarni við hátt; lét
síðan sem að sér svifi ómegin; tóku sveinarnir hann þegar og
báru til rúms síns; neri Bjarni þá og blóðsteini um hnéð og
heimtaði plástra; var síðan leingi haltur, er hann komst á skrið;
ætluðu skólameistarar Bjarna mjög meiðst hafa; er sagt að
pálmadika væri eptir það aflögð á hnéð.38
Er Skálholtsskóli hafði starfað í lútherskum sið í tvö hundruð ár voru
refsingar enn með svipuðu sniði og í upphafi. Einar Jónsson, sem var
skólameistari í Skálholti 1746-53, var óvinsæll af nemendum og þótti
harður, óþjáll og refsingasamur. Eldri nemar, sem urðu að þola fleng-
lngar í skólanum, gerðu honum lífið leitt. Svo virðist sem skólameist-
arar á Hólum hafi haft betri tök á kennslunni. Frásagnir um átök og
deilur í Hólaskóla eru vandfundnar, sérstakalega ef athugað er það
hmabil þegar allt Iogaði í deilum í Skálholti. Refsingar virðast samt
hafa verið með svipuðu móti í Hólaskóla á 17. og 18. öld. Á seðli frá 3.
apríl 1676, þar sem Gísli Þorláksson gerir grein fyrir brottrekstri Jóns
Einarssonar úr Hólaskóla, segir:
Og þo ad hann af ungdomsbrest sijnum hafe nochud vid mig
misbrotid, eda matt henda sem eche schylldi þa er þad, fyrer
mitt leite, olldungis qvitt gefid, og hefur einginn hann þar
fyrer ad hneyxla, eda i nochurn mata ad ákiæra. þvi hann
hefur þar fyrer sitt skolastraff utstadid, og ma hallda æru og
godu rykte þess vegna, huar sem framm kiemur.34
sjá af þessu hversu mikilvægt skólastraffið var. Skólapilturinn gat
horfið aftur til síns heima með fullri æru þar sem hann hafði tekið út
Þh refsingu sem skólinn lagði á hann.
E>æmi eru til um varnaraðgerðir skólapilta þegar þeim var nóg boð-
1 ■ Fræg var sú aðferð skólapilta að berja bombalda. Skólapiltar börðu
°ndum og fótum í borð, þil og bekki, lyftu borðum og bekkjum og
etu Þau skella á gólfum. Dr. Hallgrímur Scheving hefur lýst slíkri
ni°tmælaaðgerð gegn drykkfelldum skólameistara á Hólum sem sýndi
skólapiltum hina mestu hörku þegar hann var undir áhrifum áfengis.
arnir börðu bombaldann með þeim árangri að skólameistari hætti
39 plafur Davíðsson 1888-92. íslenzknr skemtimir, 170-71.
n'slnslefinidtimnr og bréfnbók Císln biskups Þorlnkssonnr 1983. Bjarni Vilhjálmsson og
Juníus Kristinsson sáu um útgáfuna. Þjóðskjalasafn íslands. Reykjavík, 473.