Saga - 1993, Page 56
54
GUÐLAUGUR R. GUÐMUNDSSON
að hræða menn frá syndinni; eins átti að hræða börnin frá
óþægðinni og óknyttunum.
Prestar töluðu um það í ræðum og ritum, að menn ættu að
kyssa hirtingarvönd drottins. Sama var með börnin. Þau voru
oft pínd til þess að kyssa á vöndinn, þegar búið var að hýða
þau. Þetta ói upp kergju í unglingunum, bældi niður góðu til-
finningarnar, en gerði andlega lífið þrællundað og lítilmann-
legt. Það var því ekki að undra, þó að hugsunarháttur manna
væri eins og hann var á 17., 18. og fyrri hluta 19. aldar, þegar
ofan á þetta andlega ástand bættist efnaleg eymd, harðindi,
fellir, eldgos og einokun.42
Hér talar hinn frjálslyndi og framfarasinnnaði aldamótamaður, mót-
aður af gildismati samtíöar sinnar. Agi skólanna endurspeglaði þá
harðýðgi sem tíðkaðist í uppeldi barna og unglinga, bæði hér á landi
og í nágrannalöndunum, og taldist sjálfsagður af flestum. Refsikerfi
latínuskólanna var samt sérstætt og tengt því kerfi sem tíðkaÖist í
latínuskólum mótmælenda og ég nefni hér eftirlitsnemakerfi (e. moni-
torinl systew). Hugsandi menn sáu hinar neikvæðu hliðar grimmilegra
uppeldisaðferða og vöruðu við og færðu rök fyrir skoðunum sínum-
Eg tilfæri hér ummæli dansks skólamanns sem að nokkru eru tíma-
skekkja en um leið endurkast af mildari uppeldisaðferðum fyrri tíma.
Þessi nýju viðhorf birtast í bókinni Om Börn nth holde til Scole och
Studium och nth skicke gode Scolemestre til dem (1531) eftir hinn þekkta
danska skólafrömuð Christiern Pedersen.
Þar segir hann að guð hafi með náð sinni gefið ungu fólki hæfileika
til að læra margvíslegan vísdóm, listir og tungumál án þess að bar-
smíðar séu hafðar í frammi. Miskunnarlausir skólameistarar og kenn-
arar hafi í rás tímans hrakið marga unga menn frá skólum og lsr'
dómi. Refsingarnar höfðu þær afleiðingar, segir hann, að margir nem-
ar urðu svo hræddir að þeir gátu hvorki Iesið né munað neitt af þVI
sem sagt var við þá. Kennarar urðu því böðlar en ekki lærifeður. Ef
þeir voru inntir eftir því hvers vegna þeir færu svona með nemendur
sína svöruðu þeir að þeir seldu visku sína ekki dýrara en þeir keypt0
hana.43
42 Jónas Jónasson 1945. ístenzkir \ijóðitæHir, 272.
43 Carl E. Jörgensen 1965,14-15, 69, Vilhelm Bang 1892, 71. Þessir höfundar hafa þeSS1
ummæli úr riti C. J. Brandts IV: Christiern Pettersens ctnnske Skrifter.