Saga - 1993, Síða 66
64
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
sinna þeim, svo að hann tók það til bragðs að skrifa um þau. Árið
1513 samdi hann Furstann, eins konar heilræðakver til forráðamanna
ríkja, og kom það út í íslenskri þýðingu árið 1987.’ Er þetta verk
alræmt, því að þar hirðir Machiavelli ólíkt flestum öðrum rithöfund-
um ekki um háleitar hugsjónir. Hann fullyrðir, að flestir menn séu ill-
ir í eðli sínu og furstinn verði að haga sér samkvæmt því. Þar eð
menn séu að nokkru leyti dýr, verði furstinn að taka á sig mynd dýra
ekki síður en manna, vera kænn sem refur og hugaður sem ljón.
Hann verði að hafa til að bera nægilegan manndóm til þess að vinna
verk, sem flestir muni kalla illvirki, þurfi hann þess til að ná völdum
eða halda þeim. Orðið „machiavellismi" hefur síðan oft verið haft um
siðleysi í stjórnmálum, valdabaráttu valdanna vegna, stjórnkænsku í
stað stjórnvisku. En var Machiavelli sá siðleysingi, sem menn hafa
viljað vera láta? Ætti maður, sem ná vill völdum og halda þeim, hvað
sem það kostar, að fara að þeim ráðum, sem Machiavelli eru kennd?
Hvers geta menn orðið vísari um íslensk stjórnmál af því að lesa þetta
rit Machiavellis? Ef furstinn fær slík ráð frá Machiavelli, hvaða ráð
mætti þá á móti veita lýðnum? Þegar stórt er spurt, verður oftast fátt
um svör. Hér skal þó rætt stuttlega um þessar þrjár spurningar.
1
Niccolö Machiavelli fæddist í Flórens 3. maí 1469. Faðir hans, Bern-
ardó, var lögmaður, sem átti hús í borginni og búgarð skammt utan
hennar. Fátt er vitað um æsku Machiavellis og skólagöngu, en vafa-
laust hefur hann verið látinn lesa vandlega rómversk fornrit, ljóð
Vergilíusnr, sögubækur Livíusar og annála Tacitusar, og hvarvetna
blöstu við honum menjar Rómaveldis; hús föður hans stóð til dæmis
við götu, sem hafði verið hluti gamals þjóðvegar, Via Romana. Medici-
ættin, sem hafði aðallega auðgast á útlánum og kaupsýslu, hafði ráðið
heimaborg hins unga lögmannssonar frá því snemma á fimmtándu
öld. Um Italíu lágu þá flestar verslunarleiðir á milli Norðurálfuríkja
1 Niccolð Machiavelli: Furstinn, Ásgrímur Albertsson þýddi og samdi eftirmál1 * 3
(Mál og menning, Reykjavík 1987). Eftirmáli hans er að vísu fróðlegur, en iHa
saminn og ruglingslegur. Þeir almennu ókostir eru á útgáfunni, að þýðingin virð-
ist ekki vera beint úr ítölsku og nafna- og atriðaskrá vantar. Raunar hefði verið
eðlilegra að kalla bókina Þjóðhöfðingjann á íslensku.