Saga - 1993, Síða 72
70
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
frá Ítalíu og tókst það eftir skamma hríð. Machiavelli segir í Furst-
anum, að meinleg örlög hafi ráðið mestu um það, að sigurganga her-
togans af Valentínó var stöðvuð. Hann hafi gert flest rétt, en honum
hafi skjátlast um eitt: Þótt hann hafi ekki getað ráðið því, hver yrði
kjörinn páfi, hafi hann getað komið í veg fyrir kjör einstakra manna í
stólinn. Hann hafi þess vegna átt að hindra kjör Júlíusar II. „Sá sem
heldur að ný greiðasemi fái miklar valdspersónur til að gleyma eldri
misgerðum, hann blekkir sjálfan sig. Hertoganum skjátlaðist í vali
sínu og það leiddi til endanlegs falls hans."8
Cesare Borgia mistókst að stofna sterkt ríki. Ítalía hélt áfram að vera
þrætuepli stórveldanna. Hinn nýi páfi myndaði Bandalagið helga,
sem fyrr var nefnt, með Spánarkonungi og Þýskalandskeisara, gegn
Frökkum. Ákvað Bandalagið helga að koma Medici-ættinni aftur til
valda í Flórens, og tókst það árið 1512. Reyndist borgaraherinn, sem
Machiavelli hafði skipulagt og þjálfað, ófær um að verja borgina.
Machiavelli missti stöðu sína, og ekki bætti úr skák, að fáum mán-
uðum eftir stjórnarskiptin fannst nafn hans á lista, sem nokkrir sam-
særismenn höfðu gert um hugsanlega valdamenn, tækist þeim að
fella Medici-ættina frá völdum. Machiavelli var handtekinn og sætti
pyndingum, en honum var sleppt, eftir að ljóst varð, að hann hafði
ekki átt neinn hlut að samsærinu. Eftir að Giovanni de' Medici var
kjörinn páfi undir heitinu Leó X, mátti Medici-ættin heita traust í sessi
í Flórens. Machiavelli flutti þá út á sveitabæ þann, sem hann hafði erft
eftir föður sinn, og hóf skriftir. Til er frægt bréf frá Machiavelli til eins
vinar hans, Francescos Vettoris, þar sem hann lýsir venjulegum degi í
Iífi sínu um þetta leyti. Hann fór á fætur við sólarupprás, gekk um
búgarðinn og leit eftir vinnumönnum sínum, hafði stutta viðdvöl í
nálægri sveitakrá til að sýna sig og sjá aðra, hélt heim og snæddi
hádegisverð með fjölskyldu sinni, fór aftur á krána síðdegis, spilaði
og spjallaði við gesti og reyndi að sefa þau sárindi, sem örlaganornin
hafði valdið honum, eins og hann orðaði það. Eftir þetta las hann
fornar bækur:9
Þegar kvöldar sný ég heim og fer inn í vinnustofu mína. Á
þröskuldinum legg ég af mér rykug og svitastokkin hvers-
8 Furstinn, 9. kafli, 40. bls.
9 Niccolö Machiavelli/Francesco Vettori 10. desember 1513. Hér eftir Ásgrími Al-
bertssyni: „Eftirmáli þýðanda" í Furstanum, 158. bls.