Saga - 1993, Side 73
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
71
dagsföt mín og bý mig klæðum sem hæfa höllum og hirðsöl-
um. Þannig búinn geng ég inn í sali hinna fornu manna þar
sem mér er fagnað og ég fæ að bragða krásir, sem eru mínar
eigin og ég er borinn til að njóta. Og þar gerist ég djarfur og
ræði við þá, spyr þá um ástæður fyrir gjörðum þeirra. Og þeir
svara mér af góðsemi sinni. Þannig gleymi ég heiminum í fjór-
ar stundir, öllu hugarangri og áhyggjum, engin fátækt er leng-
ur til og ég óttast ekki dauðann. Ég er að fullu horfinn á vit
hinna fornu manna. En eins og Dante segir getur enginn skiln-
ingur vaknað nema það sé munað, sem heyrt hefur verið. Ég
hef því skrifað niður það sem ég hef numið af þessum sam-
ræðum og sett saman dálitla ritgerð, Um furstaveldi, þar sem
ég kafa eins djúpt og mér er unnt í þetta efni.
Éitið, sem Machiavelli nefnir, er að öllum líkindum Furstinn. Machia-
Velli mun hafa skrifað það á örfáum mánuðum árið 1513, og ber það
þess nokkur merki að vera samið í flýti.
Purstinn er tileinkaður Lorenzo de' Medici, og er tilgangur Machia-
vellis auðsær: Hann vildi koma sér í mjúkinn hjá Medici-ættinni í því
skyni að endurheimta fyrri stöðu. „Og ef þér lítið stundum frá yðar
^áa sessi niður til hinna lægri sviða, þá munuð þér sjá hve óverð-
skuldað og meinlegt hlutskipti gæfan hefur búið mér," segir hann
auðmjúkur í tileinkunn sinni.10 „Fursti mun aldrei eiga erfitt með að
v>nna fylgi þeirra sem í upphafi voru honum óvinsamlegir ef þeir eru
sv° staddir að þeir hafi þörf fyrir stuðning," mælir hann á öðrum
stað, og leynir sér ekki, við hvern hann á. „Og þeir eru þeim mun
uauðbeygðari til að þjóna af heilindum, að þeir finna með sér brýna
þ°rf á að breyta með verkum sínum því áliti, sem furstinn hafði í
lyrstu fengið á þeim."11 Furstinn er þó annað og meira en atvinnuum-
sókn í lengra lagi. Svo virðist sem Machiavelli hafi um skeið séð í
^ledici-mönnum langþráða frelsara ættjarðar sinnar, einkum eftir að
^lovanni de' Medici settist á páfastól. Kann hann að hafa gert sér
v°nir um, að þeim tækist það, sem Cesare Borgia reyndi árangurs-
Furstinn, Tileinkunn, 8. bls. Sbr. líka Niccolö Machiavelli/Francesco Vettori 10.
úesember 1513, hér eftir John Plamenatz: Machiavelli. The Prince, selections from the
Discourses and other Writings (Fontana/Collins, London og Glasgow 1972), 361.-
362. bls.
11 Furstinn, 20. kafli, 99.-100. bls.