Saga - 1993, Side 75
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR 73
nieð örlitlum hæðnisviprum. Þessi maður lítur ekki út eins og slétt-
rnáll hirðmaður með hrifningu að atvinnu; hugsunin er of sjálfstæð,
tungan of hvöss, boðskapurinn of beiskur. Víst er, að Machiavelli
vann ekki traust Medici-manna með gjöf sinni. Þeir gerðu sér líklega
enga grein fyrir því fremur en aðrir á þeirri tíð, að Furstinn var ekki
aðeins umsókn til Medici-ættarinnar um ráðgjafastarf, ekki aðeins
hugvekja til ítala, heldur einstætt verk í stjórnmálasögunni. Þótt það
væri með svipuðu sniði og óteljandi handbækur fyrir konunga frá
niiðöldum, var efnið allt annað. Lögmál valdabaráttunnar voru þar
greind af fullkomnu hispursleysi, ekkert reynt til að breiða yfir hrá-
skinnaleik stjórnmála. En eftir að Machiavelli hafði farið bónleiður til
búðar Medici-ættarinnar, sneri hann heim á bæ sinn og tók að setja
saman annað stjórnmálarit, Athugasemdir við Rónwerja sögu Liviusar.
^ar kemur skýrt fram, hversu eindreginn lýðsinni hann var. Hann
taldi lýðveldi miklu heppilegra en konungsveldi, því að þar mætti
nýta hæfileika margra ólíkra manna, ekki konungsins eins og nánustu
ráðgjafa hans. Þar ættu líka allir borgarar hagsmuna að gæta. Hin
rriikla fyrirmynd hans var Rómaveldi fyrir daga keisaranna. Þá var
það heilbrigt og herskátt að dómi hans. Lögmál valdabaráttunnar eru
þó hin sömu samkvæmt báðum ritum, Furstanum og Athugasemdum.
Mannlegt eðli breytist ekki, mennirnir eru illir, og oft þarf að beita þá
hörðu.
Liðu nú nokkur ár. Smám saman tókst Machiavelli að koma sér í
rnjúkinn hjá Medici-ættinni, og fékk hann það verkefni að semja sögu
Flórensborgar. Einnig skrifaði hann gamanleikritið Mandragola, sem
enn er stundum sett á svið, og bók um hernaðarlistina. Þá var hann
óþreytandi bréfaskrifari. Þess má geta, að enski rithöfundurinn
William Somerset Maugham hefur sett saman skáldsögu um Machia-
velli, þar sem hann hagnýtir sér söguþráðinn í Mandragola og snýr
honum upp á Machiavelli sjálfan.15
Á meðan Machiavelli sat við lestur og skriftir á vinnustofu sinni
annan og þriðja áratug sextándu aldar, varð ekkert lát á raunum
ítölsku þjóðarinnar. Valdajafnvægið á Ítalíu, sem rofnað hafði í innrás
H w. Somerset Maugham: Then and Now. A Novel (Doubleday, Garden City, New
York 1946). Bók þessi kom út á íslensku árið 1946 undir heitinu Svona var það og er
það enn í þýðingu Brynjólfs Jóhannessonar.