Saga - 1993, Síða 77
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
drepa bróðursyni sína til að öðlast konungstign.16 Jagó í Óþello er
önnur söguhetja Shakespeares, sem sótt er til hins ítalska rithofundar.
Á átjándu öld setti Fríðrik Prússaprins saman ádeilu á Machiavelli,
Þótt hann ætti sjálfur eftir að fylgja skefjalausri landvinningastefnu
sem konungur. (Voltaire kvað þá svo að orði: „Hefði eitthvert kon-
nngsefni verið nemandi Machiavellis, hefði fyrsta heimaverkefm þess
verið að skrifa bók gegn machiavellisma.")17 Á nítjándu old toku
menn hins vegar að líta Machiavelli öðrum augum. Þjóðernissinnar a
Ífalíu og í Þýskalandi fundu skoðanabróður í honum: Þeir vildu eins
°g hann stofna sterk þjóðríki upp úr veikum smáríkjum, hvað sem
Það kostaði. Enski sagnfræðingurinn Tómas B. Macaulay talaði meðal
annars máli Machiavellis. Kvað hann Machiavelli eingöngu endur-
sPegla siðferði hinnar ítölsku endurreisnar.18 Tveir landar Machia-
Vellis á tuttugustu öld hafa líka skrifað um hann af óblandinm að-
dáun. Benító Mússólíni samdi formála einnar útgáfu Furstans, og marx
istinn Antonio Gramsci taldi, að ítalskir sameignarmenn gætu lært
margt af Machiavelli: í stað furstans kæmi Flokkurinn, hinn ,,nýi
fursti"; hann legði allt í rúst til þess að geta síðan reist nýtt nkl- og
honum væri allt leyfilegt.19 Þess má síðan geta, að Adolf Hitler ræd 1
af stakri velþóknun um Machiavelli, eftir því sem viðmælandi hans,
Hermann Rauschning, segir. „Lestur þeirrar bókar hefði framar ö u
°ðru hreinsaö til í honum og leyst hann úr viðjum."JI
þótt rit Machiavellis séu óvenju skýr og læsileg, hafa nútíma fræði-
menn deilt hart um það, hvernig beri að skoða þau og skilja. Leo
16 ríinrik sjötli, þriðja leikrit, 3.2.193 í Shakespeare: Leikrit, þýö. Helgi Halfdanal,s°":
H-bindi (Almenna bókafélagið, Reykjavík 1983), 263. bls. í skýnngum seg.rHelgi
Hálfdanarson svofelld deili á Machiavelli: „Makkíavellí, ítalskur stjornma
Undur, sem hélt því fram í riti sínu, Þjóðhöflmgjanum (1513), að hagsmumr n \ ,
eða þjóðhöfðingjans, helguðu öll meðul, hversu siðlaus sem þau væru. Ma ka ,
þetta hina hefðbundnu skoðun á Machiavelli. . .
17 Hér eftir Max Lerner: „Introduction" í The Prince and the Discourses (The Moder
Library,NewYorkl940),xli.bls. _
18 s'r kaiah Berlin telur upp nokkrar ólíkar skoðanir á Machiavelli i »T>'e °_r'S'nallly
°f Machiavelli" í Against the Current (Oxford University Press, 1981)^25-79. s.
Antonio Gramsci: Selections from the Prison Notebooks, ritstj. og þýð. Qnlnlin c a
°8 Geoffrey Nowell Smith (International Publishers, New York 1971), 123-
bls.
20 Hermann Rauschning: Hitler talar (Menningar- og fræðslusamband alþýðu,
Reykjavík 1940), 236. bls. í rauninni má segja, að þetta fróðlega rit sé kennslubok i
machiavelHsma, þar sem Hitler sé kennarinn.