Saga - 1993, Qupperneq 78
76
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Strauss tekur undir hið hefðbundna viðhorf. Hann heldur því fram,
að Machiavelli sé fullkominn siðleysingi, kennari hins illa, uppreisn-
armaður gegn guði, eins konar Loki Laufeyjarson stjórnmálaheim-
spekinnar.21 Hann hafi vikið af vegi klassískrar stjórnmálahugsunar,
sem þeir Plntón, Aristóteles og Cicero hafi varðað, hætt leit að hinu
góða skipulagi. Sir Isniah Berlin telur hins vegar, að Machiavelli neyði
nútímamenn til að horfast í augu við það, að enginn einn sannleikur
sé innan seilingar í stjórnmálum. Menn verði að velja um verðmæti,
hvort sem þeim líki betur eða verr. Afstæðis- og efahyggja hans leiði
til frjálslyndis, þótt sú hafi ef til vill ekki verið ætlun hans.22 Quentin
Skinner leggur áherslu á, að líta verði á Machiavelli í ljósi samtíðar
hans: Hann hafi umfram allt verið lýðsinni, hlynntur vopnuðu, sterku
lýðveldi, þar sem borgarar hefðu sterka samkennd og hikuðu ekki við
að gera það, seni gera þyrfti í sókn og vörn, svipað því, sem tíðkaðist í
lýðveldi Rómverja.21 James M. Buchanan kveður (í fyrirlestri í Háskóla
íslands) Machiavelli hafa orðið einna fyrstan til að fást vísindalega
við stjórnmál, greina þau, eins og þau eru í raun og veru, en ekki lýsa
því, hvernig þau ættu að vera.24 Þeir eru jafnvel til, sem leiða rök að
því, að Machiavelli hafi ekki verið full alvara í Furstanum. Ráð hans
hafi helst verið til þess fallin að steypa furstanum af stóli.25 Svo má
lengi telja.
Hver hinna mörgu ólíku skoðana á Machiavelli er raunhæfust? Var
hann siðleysingi? Efahyggjumaður? Italskur þjóðernissinni? Lýð-
sinni? Fyrsti félagsvísindamaðurinn? Hér skal ekki reynt að veita full-
nægjandi svar við þessum spurningum, aðeins bent á eitt: Lesendum
Machiavellis er flestum ljóst, að hann var enginn siðleysingi, þótt sið-
ferði hans sé allt annað en þeir eiga að venjast. Machiavelli hafði ein-
21 Leo Strauss: Thoughts 011 Machiavelli (The Free Press, Glencoe, Illinois, 1958). Sbr.
einnig sama: „Niccolo Machiavelli" í The Histoiy of Political Philosophy, ritstj. Leo
Strauss og Joseph Cropsey (2. útg., University of Chicago Press, 1973), 271.-292.
bls.
22 Isaiah Berlin: „The Originality of Machiavelli" í Against the Current (Oxford Uni-
versity Press, 1981), 25.-79. bls.
23 Quentin Skinner: Machiavelli (Oxford University Press, 1981).
24 James M. Buchanan: Hagfræði stjórnma'lainia (Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavík
1986), 35. bls.
25 Jean-Jacques Rousseau mun líklega einna fyrstur hafa orðað þá skoðun og marg>r
fleiri síðar. Sbr. Isaiah Berlin: „The Originality of Machiavelli" í Against the Current
(Oxford University Press, 1981), 27. bls.