Saga - 1993, Síða 85
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
83
stoðar, hefðu ekki gjöfular olíulindir verið í landinu. Hvers vegna
voru Vesturveldin hlutlaus, er Indónesíumenn lögðu undir sig Aust-
or-Tímor eftir fall einræðisstjórnarinnar í Portúgal 1974 og Serbar réð-
ust inn í Króatíu árið 1991? Hvers vegna samþykktu Bretar að af-
henda Kínaveldi Hong Kong þrátt fyrir mótmæli íbúanna, sem vildu
oanast allir vera áfram undir breskri forsjá? Enn fremur má nefna hér
þá ákvörðun Bush Bandaríkjaforseta vorið 1991 að stöðva sókn
Bandaríkjahers inn í írak, svo að einræðisstjórn Saddnms Husseins hélt
þar velli. Þótt Machiavelli hefði áreiðanlega ekki verið hrifinn af að
haetta leiknum í miðjum klíðum, lá machiavellísk ástæða til ákvörð-
unar Bush: Hann vildi bersýnilega ekki, að Irak leystist upp í nokkur
ríki, þvi að það hefði komið bandamönnum hans í Persaflóastríðinu
hla, Tyrkjum og Sádi-Aröbum. Sjálfstætt Kúrdistan í Norður-írak
hefði aukið á óánægju Kúrda í Tyrklandi og sjálfstætt ríki múhameðs-
búarmanna í Suður-írak ógnað tökum furstafjölskyldnanna í Kúveit
°g Sádi-Arabíu á þegnum sínum.
Krafan um Realpolitik hefur átt sér marga andstæðinga, sem bent
hafa af mikilli mælsku á það, hversu ógeðfellt sé að fórna hugsjónum
fyrir hagsmuni. En ólíkt hugmyndinni um Staatsrdson fær krafan um
Realpolitik stundum staðist. í fyrsta lagi er óvíst, að mannkyn sé betur
komið við það, að í alþjóðastjórnmálum ráði hugsjónir í stað valda-
hagsmuna. Wilson Bandaríkjaforseti kom til friðarráðstefnunnar í Ver-
sölum árið 1919 með fjórtán stefnuskráratriði (en Clemenceau hinn
ríanski heyrðist þá muldra í barminn, að Guð almáttugur hefði aðeins
haft tíu). Eitt þeirra var um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. En flestar til-
raunir til að hrinda þeirri hugsjón fram með breytingum á landamær-
Urn leiddu til ófarnaðar. Fjölmennur ungverskur minnihluti í Trans-
sylvaníu lenti undir stjórn Rúmena, Króatar, sem höfðu sama stafróf
°g sömu trú og Austurríkismenn, voru sameinaðir Serbum, Þjóðverj-
ar 1 Súdetahéruðunum urðu þegnar Tékkóslóvakíu, og svo má lengi
telja. Hvort er líklegra til að vera farsælla, að breyta landamærum
Norðurálfunnar með hliðsjón af hugsjónum eða halda þeim óbreytt-
Urn 1 anda Realpolitik? í annan stað getur enginn áfellst þjóðir fyrir að
taka lífshagsmuni sína fram yfir hugsjónir. íslendingar eru háðari ut-
anríkisviðskiptum en flestar aðrar þjóðir og hafa neytt ýmissa ráða til
að tryggja sér markaði. Meðal annars mútuðu þeir spænskum embætt-
lsrr»önnum í kreppunni til þess að greiða fyrir verslunarsamningum,
°g eftir síðari heimsstyrjöld stunduðu þeir viðskipti við Kremlverja,