Saga - 1993, Side 86
84
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
þótt þeir gerðu sér grein fyrir því, að Kremlverjar voru aðeins að
reyna að auka áhrif sín á Norðurslóðum.37 Finnar börðust hetjulega
við rauða herinn í upphafi síðari heimsstyrjaldar, en Danir gáfust
strax upp fyrir þýska hernum. Er samt ekki fullkomin ósanngirni að
kalla Finna hetjur og Dani heigla af þeim sökum? Báðar þjóðir
brugðust skynsamlega við aðstæðum. Danir gátu engu breytt með
því að verjast Þjóðverjum. Land þeirra var óverjandi. Finnar gátu hins
vegar valdið óvinum sínum talsverðum usla, og hin frækilega vörn
þeirra kann að hafa forðað þeim frá að lenda undir stjórn Kremlverja
eftir síðari heimsstyrjöld.
í alþjóðastjórnmálum er hver sjálfum sér næstur. Sjálfstæð ríki eiga
enga vini, heldur hafa þau hagsmuni, eins og de Gaulle Frakklands-
forseti sagði eitt sinn. Bandaríkjunum bar til dæmis engin skylda til
að aðstoða Bretland í síðari heimsstyrjöld: Þau ákváðu það væntan-
lega sjálfra sín vegna. En raunsæisstefna, Realpolitik, hefur sínar tak-
markanir. Alþjóðastjórnmál eru ekki óbundin öllum siðalögmálum
eða hugsjónum. Þótt valdahlutföll varði miklu, varða þau ekki öllu.
Kaldrifjaðir útreikningar eru nauðsynlegir, en ekki nægilegir, til þess
að gera alþjóðastjórnmálum skil. Þrátt fyrir allt hefur smám saman
orðið til alþjóðaréttur, skráðar og óskráðar reglur, sem ríki heims
viðurkenna langflest. Ríkjum ber einmitt sjálfra sín vegna að virða
tiltekin siðalögmál í samskiptum við önnur ríki, en þessi lögmál
kveða ekki á um, hvað ríki eigi að gera, heldur hvað þau eigi ekki að
gera. Þau eru bönn, ekki boð. Eitt ríki á umfram allt að láta annað ríki
í friði, virða landamæri þess, nema lífshagsmunir þess sjálfs séu í veði
(eins og ísraelsmenn töldu 1967). Þetta er vitaskuld sjálfstætt siðalög-
mál, bann við óeðlilegum afskiptum. Og þetta er hugsjón, krafa um
frið í stað afskipta og óróa. Rangt er því að segja, að siðalögmál í
milliríkjaviðskiptum rekist beinlínis á siðalögmál, sem gilda í við-
skiptum einstaklinga. Réttara er að segja, að siðferði alþjóðastjórn-
mála sé þrengra en siðferði einstaklinga. Það er lágmarkssiðferði, sem
gerir ríkjum heims kleift að búa við frið. Skyldur ríkja hverra við önn-
ur eru taumhaldsskyldur, ekki verknaðarskyldur.
Raunsæissinnum hættir oft til að gleyma, að alþjóðastjómmál eru
bundin slíkum siðalögmálum og hugsjónum, þótt þröngar séu. Yfir-
37 Sbr. Þór Whitehead: „Austurviðskipti íslendinga" í Frelsinu (3. árg. 1982), 198.-211-
bls.