Saga - 1993, Side 89
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
87
bandi, að í Furstanum gerir Machiavelli greinarmun á Agaþóklesi,
harðstjóra í Sýrakúsu, og hetju sinni, Cesare Borgia: Báðir unnu ill-
virki og sýndu við það manndóm, dirfsku, áræðni, en Agaþókles
stefndi ólíkt Borgia ekki að neinu háleitu markmiði, vann níðingsverk
sín ekki af illri nauðsyn og átti því ekki lof skilið að dómi Machia-
vellis.40 Sá hængur er þó á, að Machiavelli taldi menn eiga lof skilið,
ynnu þeir níðingsverk sín í þágu göfugra hugsjóna og af illri nauð-
syn, en undir það geta siðaðir menn ekki tekið. Tilgangurinn helgar
ekki öll tæki, og níðingsverk eru þrátt fyrir allt níðingsverk. Drápin í
Sinigagiia voru illvirki, en réttlætanlegt kann að hafa verið að kasta
^jarnorkusprengju á Hiroshima.
Þeir Kallíkles, Þrasýmakkos og Machiavelli hafa rangt fyrir sér;
harðstjórar og illmenni geta hlotið makleg málagjöld. Menn hætta
ekki að vera til við andlát sitt: Eftir lifir orðstír þeirra. Við þetta má
bæta annars konar rökum gegn raunsæisstefnu og útreikningasið-
ferði. Þau eru, hversu hætt er við mistökum, þegar menn reyna að
reikna út það, sem er oft óútreiknanlegt. Áttu stjórnir öflugustu lýð-
r®ðisríkja Norðurálfunnar, Bretlands og Frakklands, til dæmis að
semja við Hitler, eins og gert var í Munchen árið 1938? Raunsæis-
sinnar svöruðu þá hiklaust játandi.41 Hitler hafði miklum og öflugum
kerafla á að skipa, stríð var kostnaðarsamt og lýðræðisríkin ekki und-
lr það búin. Blasti þess vegna ekki við, að semja átti við Hitler? Var
það ekki í samræmi við hagsmuni Breta og Frakka? En Chamberlain og
aðrir ráðamenn lýðræðisríkjanna misreiknuðu sig. Hitler var ekki
Venjulegur vestrænn stjórnmálamaður. Við hann var ekki unnt að
Semja, heldur varð að sigra hann. Ekki var unnt að afstýra ófriði við
hann, heldur aðeins fresta slíkum ófriði, og því lengur sem honum
Var frestað, því öflugri varð Hitler og stríð við hann kostnaðarsamara.
sem ætluðu að vinna að hagsmunum Breta og Frakka, unnu því
1 raun og veru gegn þeim með því að láta undan Hitler í Munchen,
jafnframt því sem þeir fórnuðu hagsmunum Tékka og Slóvaka (sem
Var vafalaust ein aðalástæðan til þess, að Tékkóslóvakía féll í hendur
sarneignarmönnum eftir stríð) og Gyðinga (en það olli ekki aðeins
*° Sbr. Furstann, 8. kafla, 45. bls.
Styrmir Gunnarsson, síðar ritstjóri Morgunblaðsins, reifar í grein í Stefni (14. árg.
1963), 31.-32. bls, rök raunsæissinna fyrir Miinchenarsamkomulaginu, þótt hann
8en þau rök ekki að sínum.