Saga - 1993, Qupperneq 90
88
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
helförinni, heldur líka stofnun Ísraelsríkis eftir stríð og öllum þeim
vandræðum, sem af henni hafa hlotist). Nú kunna þeir, sem vel eru
að sér í fræðum Machiavellis, að benda á það, að hann hefði sjálfur
tvímælalaust ráðið Chamberlain og öðrum vestrænum stjórnmála-
mönnum frá því að semja. Hann hefði verið hrifnastur af að uppræta
meinsemdir, áður en þær yrðu of alvarlegar,42 og alveg andvígur
hlutleysisstefnu. En þá má á móti taka dæmi af Franco hinum spænska.
Ólíkt Mússólíni ákvað Franco að vera hlutlaus í síðari heimsstyrjöld,
og ólíkt Mússólíni hélt hann völdum eftir hana. Spurningin er, hvor
var raunsærri, Churchill, sem vildi ólmur berjast við Hitler, eða
Chamberlain, sem vildi semja við hann? Mússólíni, sem tók þátt í
stríðinu, eða Franco, sem var þar hlutlaus?
Þótt „machiavellistar" geri sér vafalaust ekki ætíð grein fyrir því, er
raunsæisstefna þeirra frekar lýsing þess, sem þegar hefur orðið, en
skynsamleg tilraun til að marka stefnu fram í tímann. Þegar Margrét
Thatcher náði völdum í Bretlandi árið 1979, tóku raunsæissinnar henni
til dæmis illa.43 Þeir töldu, að hér væri á ferð hugsjónamaður, sem
dæmdur væri til þess að tapa, vegna þess að hann kynni ekki að haga
seglum eftir vindi; Thatcher væri blind á veruleikann í kringum sig,
enda hefði hún lesið yfir sig í bókum þeirra Friðriks von Hayeks og
Miltons Friedmans. Nefndu raunsæissinnar hins vegar með velþóknun
Harold Wilson, sem hafði haldið völdum mestallan áratuginn á undan.
Engar hugsjónir hefðu haldið fyrir honum vöku, þessi tækifærissinni
hefði teflt refskák stjórnmálanna af kunnáttu. En Thatcher reyndist
einn sigursælasti stjórnmálamaður Vesturlanda á tuttugustu öld; hún
vann þrennar kosningar og sat við völd samfleytt í ellefu ár. A
miðjum valdatíma hennar tóku raunsæissinnar smám saman og ef til
vill óafvitandi að breyta greiningu sinni: Þeir sögðu, að Thatcher væri
raunsærri en hún virtist vera við fyrstu sýn, hún fylgdi ekki hug-
sjónum, heldur reikulli lýðstefnu, pópúlisma. En spurningin er:
Hvers konar raunsæisstefnu eiga menn að fylgja til þess að vera sig-
ursælir? Stefnu Wilsons eða Thatchers? Raunsæisstefna virðist vera
eins og viðskiptavinur í frjálsri samkeppni: Hún hefur alltaf rétt fyrir
42 Sbr. Furstann, 3. kafla, 17. bls.
43 Ég varð sjálfur margoft vitni að þessu. Málkunningjar mínir á Islandi, sem þóttust
manna raunsæjastir, hristu höfuðið yfir Thatcher, eidmóði hennar og „ofstæki",
og spáðu henni stuttra valdadaga.