Saga - 1993, Síða 94
92
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
undar að láta eignir og venjur borgaranna í friði. Öðru nær. Stalín
stefndi ólíkt ýmsum öðrum einræðisherrum fyrr og síðar að umsköp-
un skipulagsins. Hann og aðrir rússneskir byltingarmenn voru knúðir
áfram af hugsjón um hið góða skipulag, en sú hugsjón hefði líklega
látið Machiavelli ósnortinn. Hitler hefði verið skýrara dæmi machia-
vellista. Hann lét eignir borgaranna í friði og reyndi ólíkt Stalín jafnan
að gera bandalög við minnihlutahópa í löndum, sem Þjóðverjar her-
tóku í síðari heimsstyrjöld, Króata í Júgóslavíu, Slóvaka í Tékkóslóv-
akíu og Úkraínumenn í Ráðstjórnarríkjunum. „Sá sem ræður fyrir
landi eða landshluta, sem er frábrugðinn heimalandi hans að tungu
eða siðum," segir Machiavelli einmitt, „þarf að gera sig að forystu-
manni og verndara hinna máttarminni meðal grannríkja sinna, en
reisa skorður við styrk hinna voldugri."53
Arið 1991 skírskotaði dr. Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor til
kenningar Machiavellis, ekki til að skýra óhæfuverk Stalíns, heldur
lýðhylli íslenskra stjórnmálaleiðtoga.54 Tók Stefán undir þá skoðun
Buchanans og margra annarra nútíma fræðimanna, að Machiavelli
hefði lýst stjórnmálum eins og þau væru, hvort sem mönnum líkaði
betur eða verr. Machiavelli hefði bent á það, að stjórnmálamenn
kæmust lengst með því að fylgja hentistefnu, beita á víxl hörku og
mildi eftir því, hvað við ætti. Lagði Stefán út af ýmsum nýlegum
könnunum,55 þar sem Steingrímur Hermannsson fengi miklu meira
fylgi en flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, í kosningum. Hann
kæmist næst því íslenskra stjórnmálamanna í ársbyrjun 1991 að teljast
landsfaðir. Skýringin væri sú, að Steingrímur hefði fremur en keppi-
nautar hans þá eiginleika, sem Machiavelli teldi gagnlega stjórnmála-
manni. Steingrímur væri hentistefnumaður, hagaði seglum eftir
vindi, hefði sérstakt lag á því að beita hörðu án þess að glata vinsæld-
um. Hann væri þó sennilega meiri refur en ljón, kænn fremur en hug-
rakkur. Þá sneri Stefán sér að Davíð Oddssyni. Hann nyti ekki sömu
lýðhylli og Steingrímur, en hefði flesta þá eiginleika, sem kæmu
53 Furstinn, 3. kafli, 16. bls.
54 Stefán Ólafsson: „Lýðhylli leiðtoganna. íslenskir leiðtogar og valdstjórnarspeki
Machiavellis" í Morgunblaðinu 3. mars 1992.
55 Samkvæmt þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar í febrúar 1991 vildu 40,5%
þeirra, sem svöruðu, að Steingrímur Hermannsson yrði næsti forsætisráðherra,
31,3% gátu helst hugsað sér Davíð Oddsson í sömu stöðu, 10,8% völdu Þorstein
Pálsson, 4,0% Jón Baldvin Hannibalsson, 2,7% Ólaf R. Grímsson og 10,7% aðra.