Saga - 1993, Side 95
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
93
monnum best í stjórnmálum. Hann væri harður í horn að taka, sókn-
djarfur og ráðsnjall, en ekki eins alþýðlegur og Steingrímur, þætti
jafnvel hrokafullur. Hann væri meira ljón en formaður Framsóknar-
Aokksins, en jafnmikill refur. Hann kynni sennilega betur en Stein-
8nmur að vekja óttablandna virðingu, en það dygði mönnum ef til
viH ekki vel á íslandi, þar sem jafnræðis- og sjálfræðistilfinning væri
almenn og sterk.
Að lokum vék Stefán að flokksformönnunum Þorsteini Pálssyni,
Jóni B. Hannibalssyni og Ólafi R. Grímssyni. Hann kvað Þorstein hafa
yfirbragð heiðarleika og ráðdeildarsemi, en skorta hugrekki eða
aræðni í vitund almennings. Þetta væri umhugsunarefni, því að Þor-
sfeinn hefði einmitt ráðist í djarflegri aðgerðir en margir aðrir stjórn-
málamenn. Stefán gat þess sérstaklega, er Þorsteinn gerði Albert
Guðmundssyni að segja af sér ráðherrastöðu árið 1987, eftir að Albert
hafði orðið uppvís að skattamisferli. Skýringin væri sennilega sú,
faldi Stefán, að Þorsteinn sýndi of mikla gætni, þegar hann réðist í
ójarflegar aðgerðir. Hann léti ekki kné fylgja kviði. Hann hikaði, en
að hika væri sama og tapa samkvæmt skoðun Machiavellis. „í saman-
tekt má segja, að Þorsteinn hafi hvorki grimmd ljónsins né slægð refs-
Ins í sama mæli og Davíð Oddsson." Stefán kvað þá Jón B. Hanni-
óalsson og Ólaf R. Grímsson búa yfir talsverðum leiðtogahæfileikum,
að þvi- er virtig^ en njóta lítillar lýðhylli. Þeir væru vígreifir, stjórn-
Samir og vel máli farnir, en þættu hentistefnumenn, lítt ábyrgir og
ekki við alþýðuskap. Þeim tækist illa að afla sér trausts, þeir væru
ekki „menn fólksins" eins og Steingrímur Hermannsson. Almennt
faldi Stefán hugtök Machiavellis skýra vel misjafna lýðhylli þeirra
stjórnmálaleiðtoga, sem kepptu um völd á íslandi. „Umfjöllunin
bendir til að vinsælir stjórnmálaleiðtogar þurfi að vera harðir en sýn-
asf mjúkir, í senn sterkir og tillitssamir, virðulegir og alþýðlegir,
fraustir og sveigjanlegir," sagði Stefán. „Þeir þurfa að geta hagað segl-
um eftir vindi en jafnframt sýnt umhyggjusemi, og vera ráðdeildar-
Samir og ráðsnjallir."
^fefán Ólafsson hefur vafalaust rétt fyrir sér um það, að hugtök
^lachiavellis skýra að nokkru leyti misjafna lýðhylli stjórnmálaleið-
f°ga nú á dögum, og það er enginn galli á ritgerð hans, hversu djarfur
ann er í ályktunum og styðst stundum við eigin skoðanir fremur en
emharðar staðreyndir. Hjá því verður vafalaust ekki komist í um-
r*öum um stjórnmál. Þó hefði hann mátt kanna, hvort kenning Max